Splundruð stjórnmál, en áframhaldandi sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Staða stjórnmálaflokka á Íslandi er venju fremur splundruð, ef svo má að orði komast. Sjálfstæðisfokkurinn ber enn þá höfðu og herðar yfir aðra flokka, en þó er staða hans veikari en því sem næst alltaf áður.

En það er erfitt að segja hvað kæmi út úr stöðu sem þessari, ef hún yrði niðurstaða kosninga.

Annars vegar er "Reykjavíkurmynstur" í spilunum, það er að segja samstjórn, Betri framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Þá undir forsæti Guðmundar Steingrímssonar sem stærsta flokksins.

Aðrir möguleikar á þriggja flokka stjórnum, undir forsæti Sjálfstæðisflokks, með tveimur af hinum flokkunum. Til dæmis Samfylkingu og Bjartri framtíð eða Vinstri grænum og Pírötum.

Slíkt kynni að ráðast af skiptingu sem yrði á þingsætum.

Sé skipting eins og þessi niðurstaðan, myndi ég telja Framsóknarflokkinn, ólíklegastan til að setjast í ríkisstjórn, en þó eru auðvitað aldrei hægt að fullyrða um niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna.

En niðurstaða sem þessi sýnir fyrst og fremst hve "splundruð" Íslensk stjórnmál eru orðin, og hve illa stjórnarandstöðuflokkunum gengur að ná til kjósenda. Jafnframt sýnir hún að ríkisstjórninni, gengur það ekki of vel heldur, en það er öllu hefðbundnara á þessum tímapunkti kjörtímabils.

Og ekki er útilokað að nýir flokkar bjóði fram fyrir næstu kosningar.

 

 


mbl.is 36,4% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skemmtilegar pælingar hjá þér. Ég held að færri kjósendur líti á gamla flokkinn sinn sem heilagan sem var þó afar algengt á árum áður.Þess vegna sveiflast gengi þeirra til og frá eftir því hvernig tekst til í búskapnum.-Framsóknarflokkurinn er ennþá heill í afstöðunni til Esb.Fólk hikar ekki við að kjósa hann,eingöngu vegna þess, svo spillir ekki fyrir með þessa hörku konur sem eru þar innanborðs. Þú nefnir nýjan flokk sem kæmi til með að bjóða fram í næstu kosningum.---  Er það eftirsóknarvert að apa allt eftir fjölmenningar áráttu Krata. Það væri hreint út sagt besta sem við gerðum fyrir afkomendur okkar að vera sjálfstæð,svona eins og það er mögulegt í heimi hér.Hugsið hvað við gætum skapað hamingjuríka þjóð,án stöðugrar ólundar. - Menn mættu hagnast og menn fengju laun og öfunduðu hvorir aðra ekki baun. Hugmyndabanki Íslendinga um það,væri mikilvægasti bankinn!

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2015 kl. 00:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helga Takk fyrir þetta. Það er ekki svo að ég sé að hvetja til þess að fleiri flokkar muni bjóða fram. En mér þætti alveg jafn líklegt og ekki að fleiri framboð komi.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2015 kl. 06:04

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þörf umræða.  Los og samstöðuleysi plagar okkur verulega.  Löngum var Sjálfstæðisflokkurinn sú þungamiðja sem hélt hinum plánetunum í reglu.  En nú kemst hann varla að samkomulagi við sig sjálfan.

Mér sýnist sem það sé of auðvelt að stofna flokka, því fleiri flokkar því meiri verður sundrungin.  Sumir þessir flokkar eru eingöngu stofnaðir til að fjölga foringjum.

Tveir flokkar eru nóg, og þrír yfirdrifið nóg.  Þeir sem ekki geta fundið skoðunum sínum farveg innan þriggja flokka eru ljóslega óhæfir til samstarfs, en starf í pólitík byggir á samstarfi.      

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2015 kl. 07:31

4 identicon

Þrátt fyrir að þeir sjálfstæðismenn sem kusu Framsókn hafi nú skilað sér tilbaka er fylgi Sjálfstæðisflokksins enn undir kjörfylgi.

Það sýnir að flóttinn úr Sjálfstæðisflokknum hefur haldið áfram svo að um munar eftir kosningar.

Staða Sjálfstæðisflokksins er því alls ekki sterk. Hann var til skamms tíma með um og yfir 40% fylgi flest árin.

Fylgi stjórnarandstöðuflokkanna hefur skv þessari könnun aukist um 47% frá kosningum. Ef aðeins eru teknir með þeir flokkar sem ná manni á þing er fylgi stjórnarandstöðunnar 59%.

Það er því ljóst að stjórnarandstaðan er heldur betur að sækja í sig veðrið og því ekki rétt að halda því fram að stjórnarandstöðunni gangi illa að ná til kjósenda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 15:20

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Takk fyrir þetta. Samstarfsvilji margra er algerlega í lágmarki, og "prímadonnur" eiga oft sviðið.

Sannaðist það ekki best á þeim einstaklingum sem fyrir síðustu kosningar komu að stofnun tveggja stjórnmálaflokka og framboða?

Hins vegar eru nýjir flokkar og rétturinn til að bjóða fram mikilvægur partur af lýðræðinu, sem verður vonandi aldrei tekinn af.

En hvort að öll framboðin séu til bóta, er annað mál.

En þar er það ekki mitt, eða þitt að dæma, heldur kjósenda. Þeir fella sinn dóm nokkurn veginn á fjögurra ára fresti.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2015 kl. 17:19

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Eins og ég sagði í upphafspistlinum, hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn: Sjálfstæðisfokkurinn ber enn þá höfðu og herðar yfir aðra flokka, en þó er staða hans veikari en því sem næst alltaf áður.

Hann ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra flokka, alla vegna nú um stundir, og því verður ekki mótmælt. Hitt er svo að í sögulegu samhengi er fylgi hans afleitt. En hann er eini flokkurinn sem getur kallast "burðarflokkur" í Íslenskri pólítík.

Hreyfingar eru auðvitað mun flóknari en að þær séu á milli D og B. Ekki gleyma því að BF, er í raun upprunalega klofningur úr B (og líka Samfylkingu) og margir af B-lista fólki þar í framboði.

En þú hefur rétt fyrir þér að ég hefði átt að orða þetta með stjórnarandstöðuna betur.

Í raun er enginn stjórnarandstöðuflokkurinn að ná verulega vel til kjósenda, þrátt fyrir að ríkisstjórnin tapi vinsældum.

Ég lít ekki á stjórnarandstöðuna sem heild, sem þú gerir hins vegar.

Það verður þó ekki á móti mælt, að Píratar (sem ég tel markverðustu nýjungina í Íslensku flokkakerfi) og Björt framtíð ná nokkuð góðum árangri, þó að BF sé að tapa fylgi í þessari könnun.

Samfylking og Vinstri grænum, gengur hins vegar illa að ná vopnum sínum. Samfylkingin í afleitri stöðu, rétt fyrir landsfund og ótrúlegt hvað VG gengur illa, með þó í raun verulega vinsælan formann.

En það er í sjálfu sér enginn skortur á atkvæðafælum hjá VG.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2015 kl. 17:26

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Áhugi á að kjósa virðist líka vera að minnka.  Ofan á allt annað.  Sem þýðir að pólitíkusar almennt ná illa til kjósenda.

Talandi um atkvæðafælur...

Veistu af hverju sjálfstæðisflokkurinn fék 75% atkvæða í Eyjum?  Það var ekki að Elliði væri svo frábær, eða að sjálfstæðisflokkurinn sé svo stór í eyjum.

Þetta var orsakað af slæmri reynzlu af hinum.  Við vorum í mjög nánum tengzlum við þá.  Þeri fengu sinn séns, og hegðun þeirra var slík að þeir fengu jafnvel fylgi frá VG.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2015 kl. 18:09

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Takk fyrir þetta. Ég held að þú hafir töluvert til þíns máls.

Að kjósendur taki ákvörðun sína, ekki síður út frá þeim flokkum sem þeir geta ekki hugsað sér að kjósa, en að þeir finni raunverulega flokk, sem þeir eru fylgjandi.

Gæti trúað að útilokunaraðferðin njóti vaxandi vinsælda.

Svo og reyndar vaxandi óþol með ríkjandi stjórnvöld, óháð hver þau eru. En Ég held að það hefi ekki verið síst það sem vakti athygli í stórsigri Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, að þar bætti hreinn meirihluti verulega við sig.

G. Tómas Gunnarsson, 27.2.2015 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband