Undarlega klofin afstaða afhjúpar djúpstæða löngun til að stand í samningaviðræðum

Þær eru margar skoðanakannanirnar sem hafa sýnt afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu, til eurosins, til samningaviðræðna o.s.frv.

Svo gott sem allar skoðanakannanir sýna að Íslendingar (það er að segja meirihluti þeirra) vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Að sama skapi sýna flestir skoðanakannanir að meirihluti þeirra (líklega ekki alveg sami meirihluti) vill ekkert frekar en að standa í aðildarviðræðum við það sama Evrópusamband.

Það sama kemur í ljós í þessari könnun á meðal aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda.

Minnihluti þeirra vill ganga í "Sambandið", minnihluti þeirra vill taka upp euro, en meirihluti þeirra vill standa í aðildarviðræðum.

Þó er ljóst að engin aðild er án euroupptöku.

En það er engu líkara en að allir séu að bíða eftir einhverju óútskýrðu kraftaverki, sem eigi að nást í aðildarviðræðum. Að töfralausnin finnist.

Að Árni Páll, Össur og Steingrímur J. stígi fram og tilkynni þjóðinni að samninganefndin hafi komið heim með "glæsilega niðurstöðu".

Eða er einfaldlega svona gaman að standa í viðræðum?

Ég hef sagt það hér áður, ég held að það sé algerlega nauðsynlegt að "opna" aðildarviðræðurnar.

Segja almenningi frá því hvað hefur gerst hingað til. Hver eru samningsmarkmið Íslands.  Hvað hefur "áunnist" hingað til? Hvað hefur "tapast"?

Hvers vegna neitaði Evrópuusambandið að afhenda rýniskýrslu í sjávarútvegi? Ef til vill geta fjölmiðlar leitað svara hjá Evrópu(sambands)stofu eða sendiráði þess um það efni?

Hugsanlegt væri að utanríkismálnefnd hefði fund, þar sem þeir sem stóðu í viðræðunum myndu sitja fyrir svörum.

Rétt væri að birta allar fundargerðir úr aðildarviðræðunum og reyna að greina hverju þær höfðu skilað.

En eins og staðan er nú, er best og heiðarlegast að draga umsóknina til baka.

Ef halda á þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað atriði, ætti það að vera spurningin: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?

Mitt svar, er sem fyrr:  Nei.

 

P.S. Hópur "Sambandssinna" fær svo á sig enn frekara yfirbragð "sértrúarhóps", þegar þeirra helsti predikari, er farinn að hóta eldi og brennisteini.

 


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband