Hvað skyldi þurfa marga í að fylgjast með sjónvarpsdagskrám?

Þetta er ágætis dæmi um á hvaða leið "eftirlitssamfélagið" er. Ég velti því fyrir mér hvað margir skyldu vinna við að að horfa á allt sjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi?

Því varla byggir virðuleg nefnd eins og fjölmiðlanefnd úrskurði sína og aðfinnslur eftir sögusögnum? Það hljóta einhverjar að fylgjast með.

Því t.d. kvikmyndaheimurinn er með þeim ósköpum gerðum að oft eru til margar mismundandi "útgáfur" af sömu kvikmyndinni.

Þær eru klipptar "sundur og saman", einmitt til að þóknast mismundandi markaðssvæðum. Svo koma til sögunnar "leikstjóra klippingar" og annað því um líkt.

Jafnvel hafa sumar kvikmyndir verið boðnar í svokölluðum "uncut" útgáfum.

Það hlýtur því að vera ærinn starfi að fylgjast með því sem er í boði á sífjölgandi sjónvarpsrásum.

Hvort að fjölmiðlanefnd hafi svo í huga að gera eitthvað í þeim sívaxandi fjölda kvikmynda á erlendum rásum, sem ná má á Íslandi, hlýtur að vera áleitin spurning.

En það er augljóst að það þarf að gera eitthvað við síbrotaaðila eins og RUV.

Ég legg til að sem fyrsta refsing, þá verði stofnunin svipt útsendarleyfi á fimmtudögum. Láti hún sér ekki segjast, væri hægt að taka af henni starfsleyfi í júlí á hverju ári, uns hún hefur sýnt brotalausa starfsemi í 3. ár.

Ef það dugar ekki, væri reynandi að skylda hana til að senda aðeins út í svart/hvítu.

 

 


mbl.is Stefnir í annað brot hjá RÚV?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband