Hvers vegna beið hann eftir því að Demókratar lentu í minnihluta?

Að mörgu leyti má taka undir margt af þvi sem Obama er að segja nú. Það hlýtur hins vegar að vekja undrun allra hvers vegna hann kýs að bíða með að leggja til slíkar breytingar þangað til að Demókratar eru komnir í öruggan minnihluta?

Vill einhver rifja upp hvað lengi hann er búinn að vera "yes we can" forseti Bandaríkjanna?

Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að alger óþarfi sé í raun að hækka skattprósentur, alla vegna svo nokkru nemi.

Ef allar undanþágur eru afnumdar, myndu skatttekjur hins opinbera í Bandaríkjunum aukast í slíkum mæli á hægt væri að lækka skattprósentur verulega.

Þegar skattalöggjöfin er komin yfir 70.000 blaðsíður, sjá líklega flestir að þörf er á breytingum.

Nema þeir sem lifa af því að finna og "selja" glufur í skattakerfinu.

 

 


mbl.is Obama vill breyta „ósanngjörnu skattkerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú getur siglt Hval 9 *71 metra* með því að brenna skattalöggjöf USA í vélinni.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2015 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband