Undarlegir Framsóknarmenn taka yfir DV

Eins og líklega flestum er kunnugt urðu nýverið eigendaskipti á DV.  Þau gengu vissulega ekki átakalaust fyrir sig, en eins og oft vill verða þegar rekstur gengur ekki vel og safnar skuldum, kemur að skuldadögum og fyrirtæki skipta þá um eigendur eða eru lögð niður.

En nú má heyra víða af vinstrivæng Íslenskra stjórnmála þá "samsæris"kenningu að Framsóknarmenn hafi yfirtekið DV.

Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki stjórnmálaskoðanir allra. 

Ég hef vissulega talið Björn Inga til Framsóknarmanna, en ætla þó ekki að fullyrða að hann sé skráður fyrir "hnífasetti" í þeim flokki.

Aldrei hef ég þó talið Sigurð G. Guðjónsson til Framsóknarmanna, en ef til vill sannast þar "gamal máltækið" að það séu allir "Framsóknarmenn inn við beinið".

Ekki ætla ég að fullyrða neitt um stjórnmálaskoðanir Eggerts Skúlasonar, mig hreinlega rekur ekki minni til þess að hafa heyrt hann "eyrnamerktan" ákveðnum flokki, en auðvitað er mitt minni ekki óbrigðult.

En ef Kolbrún Bergþórsdóttir er Framsóknarkona, hlýtur það að vera undir rós, því yfirleitt hef ég alltaf heyrt talað um hana sem Krata. Það þótt að hún hafi verið á köflum gagnrýnin á Samfylkinguna, tekur það ekki Kratatitilinn af henni, né gerir hana að Framsóknarmanni.

Ég gerði mér heldur ekki grein fyrir því fyrr en nú, að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefði haft Framsóknarmann sem upplýsingafulltrúa, en sá mun nú víst vera fréttastjóri á DV, þar sem Framsóknarmenn hafa tekið öll völd.

Nú síðast las ég að rithöfundurinn Einar Kárason hafi verið ráðin til DV, en hann mun hafa verið fulltrúi Framsóknarflokksins á lista Samfylkingarinnar fyir síðustu borgarstjórnarkosningar, sem og stundum áður.  Það er líklega til minningar um gamla R-listann sem Samfylkingin hefur einhverja Framsóknarmenn á listum sínum.

Á sama tíma var tilkynnt um ráðningu Ragnheiðar Eiríksdóttur til DV, en eftir því sem mér skilst er hún sérfræðingur í kynlífi Framsóknarmanna og er ætlunin að hún verði með pistla um hvernig sé best að fjölga þeim.

En að öllu gamni slepptu, þá er þetta nokkuð dæmigert fyrir umræðuna á Íslandi.  Allt of mörgum þykir eðliegustu viðbrögðin að stökkva ofan í hinar "pólítísku skotgrafir" líta yfir "vígvöllinn" og til öryggis halda áfram að grafa.

Það á eftir að koma í ljós hvernig fjölmiðill DV verður.  Sjálfur hef ég sagt að mér lítist vel a mannsafnaðinn og hann bendi til þess að til gæti orðið skemmtilegur og "balanseraður" fjölmiðill.

Það á eftir að koma í ljós, ef til vill verð ég fyrir vonbrigðum, ef til vill ekki.

Ég er reiðubúnn til að gefa miðlinum tækifæri.

P.S.  Í stíl við efnið, hefði ég ef til vill átt að segja að Tíminn muni leiða í ljós hvernig fjölmiðill DV verður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DV er og hefur alltaf verið ruslfjölmiðill og ekkert mun breyta því. Fjölmiðlar Íslands eru á svipuðum standard og fjölmiðlar Írans og Saudi Arabíu. Flokksgæðinga raus og hlutdrægur áróður til hægri og vinstri. Áhyggjur og paranoia yfir hvar þeir skipist í flokk sem eiga ruslið og samsæriskenningar til hægri og vinstri um það lýsa landlægri McCarthyista/Stalínisma veiki Íslendinga, tvær hliðar á sama sturlaða, viðbjóðslega andlýðræðislega gamla Fjórflokknum með sitt anti-meritocracy, klíkuskap og viðbjóð endalaust. 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:10

2 identicon

Íslenskt samfélag er eins og eilífar réttir. Tómt jarm í tómum sauðum og áhyggjuefnið er að mönnum skuli nú örugglega skipað á réttan bás. "Í hvaða flokki er hann?" spyrja sauðirnir, en ekki hvað verið sé að segja eða hvort sé vit í því. Sem er ekki skrýtið svo sem þegar um tómt jarm en ekki mannamál er að ræða. 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:11

3 identicon

"Kratatitilinn" mjög íslenskt orðalag hjá annars ágætum pistlahöfundi að lýsa conformisma stimpli við einfeldningslegar hugsjónir sem "titli". Þessi ágæta, greinda, vel menntaða, og stöku sinnum hugrakka, kona hefur ýmislegt gott til brunns að bera þó hún kunni að hafa verið viðriðin ýmis konar einfeldningslegan félagsskap eins og badmintonfélög eða lélega stjórnmálaflokka. 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Jónsson  Ég er ekki sammála því að DV hafi alltaf verið ruslfjölmiðill, en að sjálfsögðu er ekkert að því að um það séu skiptar skoðanir.

Ég fylgist lítið sem ekkert með fjölmiðlum í Íran og Saudi Arabíu, þannig að ég kýs að tjá mig ekki um þann samanburð.

Ég held þó að heilt yfir geti Íslendingar þokkalega unað við sína fjölmiðla, þó að þeir standi vissulega þeim erlendu fjölmiðlum sem bestir eru, langt að baki.

En það eru margir erlendir fjölmiðlar verri en þeir Íslensku.

Hvað varðar Kratatitil (n.b. með stórum staf) Kolbrúnar þá veit ég ekki betur en hún hafi lýst sjálfum sér sem Krata, gott ef ekki hægri Krata ef ég man rétt.

Ég hef enga tilvitnun til að styðja það nú, en reikna með að Hr. Google yrði hjálplegur ef til hans yrði leitað.

G. Tómas Gunnarsson, 2.1.2015 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband