2.6.2006 | 21:57
Er ekki rétt að fagna þessu?
Jú, það held ég. Það er mikið betra að meint kosningasvik séu kærð, heldur en að látið sé nægja að skrifa blaðagreinar og hafa það í umræðunni, en aðhafast ekki frekar.
Þetta er því betra fyrir alla aðila. Málið verður leitt til lykta og enginn ætti að þurfa að vefjast um sannleikinn, hann kemur þá í ljós.
Þó að smalamennska í kosningum sé líklega eins gömul og kosningar, og ekkert út á hana að setja, þá á það ekki að líðast að fé sé borið á kjósendur með skipulegum hætti. Ef slíkt hefur átt sér stað verður að stöðva slíkt athæfi og refsa þeim sem ábyrgð bera.
Persónulega hef ég ekki trú á því að þessar sögusagnir séu sannar, en auðvitað hef ég litlar forsendur til að fara eftir, eingöngu það sem ég hef séð í fjölmiðlum og heyrt frá kunningjum. Ef til vill er ég of trúaður á heiðarleikann?
En það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli, og ég velti því fyrir mér, hvað gerist ef yfirvöld finna maðk í mysunni? Hver eru viðurlögin, hvað er gert?
Þjóðarhreyfingin kærir kosningarnar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bækur | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.