Snákar í jakkafötum - "sækópatar" á vinnustaðnum

Rakst á nokkuð áhugaverða grein um nýútkomna bók sem fjallar um "sækópata" á vinnustöðum.  Tveir "sálar" að gera úttekt á málinu og hafa saman bók, "Snakes In Suits: When Psychopaths Go To Work".

Ef hlutfall "sækóa" sem þeir telja að sé í Bandaríkjunum og Kanada er fært yfir á Ísland, þá eru um það bil 3000 "sækóar" á landinu, og það sem meira er, flestir þeirra líklega á vinnumarkaðnum.  Segir í greininni að miðað við fjöldan, þá sé líklegt að flest okkar hitti einn af þeim á hverjum degi.

Spurningin hvort að "Spot The Psycho", verði ekki vinsælasti leikurinn á vinnustöðum á næstunni.

En greinina í Macleans má finna hér, kynningu á bókinni hér og hér.

Það er aldrei að vita nema maður eigi eftir að skella sér á þessa bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband