Að tala illa um Framsóknarflokkinn.

Stundum heyri ég svo illa talað um Framsóknarflokkinn að mér þykir undrum sæta.  Ekki það að ég mikill aðdáandi, en mörg þau orð sem ég heyri og les um Framsóknarflokkinn myndi ég ekki nota, ekki einu sinni um þá sem mér þykir lítið til koma.

Sérstaklega finnst mér oft stuðningsfólki Samfylkingarinnar liggja illt orð til Framsóknar, og er það mér í raun afar lítt skiljanlegt.  Þessir flokkar eru búnir að vera í samstarfi undanfarin 12 ár í Reykjavík, þeir eru nýbúnir að mynda meirihluta á Höfn, sömuleiðis í Skagafirði (þar sem Framsóknarflokkurinn hefur 4. fulltrúa, en Samfylking 1.).   Flokkarnir buðu fram sameiginlegan  lista í Reykjanesbæ og í Garðabæ, líklega er það víðar sem stuðningsmenn þessara flokka starfa saman, en ég hef ekki fyrir því að fletta þessu upp.

En samt er alveg ótrúlega margt stuðningsfólk Samfylkingar sem er sí og æ að kasta einhverjum skít í Framsóknarflokkinn.

Ég held reyndar að það gefist best til lengri tíma litið að tala vel um jafnt andstæðinga sína sem samherja, sérstaklega í stjórnmálum.  Eins og "stóladansinn" undanfarna daga hefur sýnt, er aldrei að vita hverjir eiga eftir að stjórna saman.

 


mbl.is Nýr meirihluti á Höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband