Athyglisverð orkunýting

Varmadælur eru stórmerkileg og orkusparandi fyrirbæri. Það er enginn vafi að því að þær geta nýst vel á "köldum" svæðum á Íslandi og sparað raforku og notendum kostnað.

Varmadælur eru í notkun á svæðum þar sem mun kaldara er en á Íslandi, s.s. í Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi, Svíþjóð og Eistlandi, svo einhver dæmi séu nefnd.

Með því að leggja aukna áherslu á varmadælur má án efa bæta kjör og lífsgæði margra þeirra sem búa á svokölluðum köldum svæðum á Íslandi.

Jafnframt má útrýma þörfinni fyrir niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði, því þeim peningum er betur varið til að styrkja uppsetningu á varmadælum.

 


mbl.is Varma dælt úr sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Varmaskiptar eru vissulega stórmerkilegir og enginn vafi að þeir spara fólki kaup á raforku. Vandinn er bara sá að stofnkostnaðurinn er svo hár að einungis þeir sem ekki finna svo mikið fyrir háum rafmagnsreikningum hafa getu til að sækja sér þá lækkun þeirra.

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2014 kl. 18:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þekki ekki útreikninga fyrir Ísland. Víða annars staðar er talað um að varmadælur/skiptar borgi sig upp á 8 til 10 árum.

En vissulega er það all nokkur fjárhæð.

En það sem ég var að benda á í upphaflegu færslunni, ef farið væri að kynna kosti varmadæla/skipta og jafnframt boðin mjög hagstæð lán, eða styrkir, væri hægt að draga verulega úr þörf fyrir niðurgreiðslu til húshitunar á köldum svæðum.

Lokaskrefið gæti svo verið að niðurgreiðslum væri hættt, en fyrirgreiðsla til uppsetningar á varmadælu stæði eftir.

Nú hef ég ekki kynnt mér þetta mál, ef til vill er eitthvað svipað í gangi á Íslandi, það væri óskandi.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2014 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband