26.11.2014 | 13:56
Hvað kallar á aukin vopnaviðbúnað í Austur Evrópu?
Það munu margir fagna því að Bandaríski herinn hafi aukin viðbúnað í A-Evrópu. Aðrir ekki eins og eðlilegt er.
En það eru heimamenn sem hafa kallað eftir auknum viðbúnaði NATO í löndum sínum. Þeir óttast um öryggi sitt og vilja að vopnaviðbúnaður verði aukinn.
Og það ekki að ástæðulausu. Löndin óttast Rússa og yfirgang þeirra og hafa fyrir því augljósar ástæður.
Rússar hafa þegar hertekið eitt hérað í nágrannalandi sínu og halda nokkrum öðrum í stöðugu uppnámi.
Þegar við bætast yfirlýsingar Rússneskra yfirvalda á borð við að "Molotov/Ribbentrop sáttmálin" hafi verið sjálfsagður og eðlilegur ásamt stórauknu lofthelgisbrotum Rússa, er eðlilegt að mörgum sé um og ó.
Við þetta má bæta brottnámi Eistnesks leyniþjónustumanns á Eistnesku landsvæði (Rússar halda því þó fram að hann hafi verið þeirra megin landamæranna, eftir að hafa samþykkt hitt í upphafi), ásamt ýmsum öðrum duldum og lítt duldum ögrunum og hótunum.
Það er því ekki skrýtið að lönd í Austur Evrópu séu að auka útgjöld sín til hermála og kalli jafnframt eftir auknum viðbúnaði af hálfu NATO.
Staða þeirra er þo með þeim hætti að ein og sér væru þau lítil fyrirstaða fyrir Rússa og herir þeirra geta ekki með nokkrum hætti talist ógn gagnvart stöðu Rússlands.
Þau setja því traust sitt á NATO, sem þýðir svo aftur að stórum hluta Bandaríkin.
Það er því fyrst og fremst aukin hernaðarumsvif Rússa og yfirgangur sem kallar eftir auknum vígbúnaði í Austur Evrópu.
Bandarískir skriðdrekar til Austur-Evrópu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Í sambandi við Úkraínu að þá er það fyrst og síðast yfirgangur ríkisstjórnar Úkraínu gagnvart Rússneskum íbúum landsins sem er vandinn.
Ármann Birgisson, 26.11.2014 kl. 18:37
Það er ekki hvað síst yfirgangur Rússa gagnvart öðrum þjóðum sem er vandinn. Það tengist í sjálfu sér ekki Ukraínudeilunni nema óbeint.
En yfirgangur Rússa á sér langa sögu og ekki fallega, allra síst í Ukraínu.
En það er sjaldnast annar aðilinn alfarið saklaus í deilum sem þessari. En það bendir flest til þess að Rússar hafi kynnt undir óróa um langa hríð (eftir að Ukraína varð sjálfstæð) og mannréttindabrotin og yfirgangurinn ekki síst framkvæmd af sendisveinum þeirra í A-Ukraínu. Smá frétt um skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum:
http://www.reuters.com/article/2014/05/16/us-ukraine-crisis-un-idUSBREA4F05Y20140516
Auðvitað hafa mistök verið gerð af hálfu "Kiev" einnig, og framganga í sambandi við lög um opinber tungumál verða að teljast mistök miðað við ástandið sem var.
En hins vegar eiga hinir "rússnesku minnihlutar" viða í A-Evrópu það sameiginlegt að hluti þeirra gengur fram með hroka og sýnir lítinn sem engan vilja til að aðlagast því landi sem þeir búa í. Söknuður þeirra eftir "Sovétinu", þegar þeir gjarna töldust og litu á sig sem yfirstétt, og Rússneska var "málið", er því miður oft sorglega augljós.
Þeir vilja ekki aðlaga sig breyttum aðstæðum, vilja ekki hverfa "heim" til Rússlands, en vilja að Rússland "komi til sín".
Rússar þurfa að læra að sætta sig við að þeir eiga ekki rétt á að nágrannalönd þeirra sitji og standi eins og þeir vilja.
G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.