Óeðlileg upplýsingaöflun?

Ég held að fáum komi á óvart að einhverjum upplýsingum hafi verið safnað um starfsemi kommúnista á Íslandi, allra síst þeim sjálfum.

Eins og kemur fram í fréttinni, voru unnar skýrslur upp úr upplýsingunum og jafnframt birtar fréttir í Morgunblaðinu sem byggðu á upplýsingunum.  Að hluta til var þetta því einfaldlega blaðamennska, líklega það sem kallað væri í dag rannsóknarblaðamennska.

Ég reikna með því að Íslenskir kommúnistar hafi sömuleiðis fundið það út sjálfir, að fylgst var með þeim að einhverju marki og einhverjir "heimildarmenn" hafi starfað innan þeirra raða.  Þeim hlýtur að hafa verið það ljóst þegar fréttirnar birtust og jafnframt t.d. Rauða bókin - Leyniskýrslur SÍA, sem Heimdallur gaf út fyrst 1962, ef ég man rétt.

En að hluta til ber þetta auðvitað vitni um "veröld sem var".  Samfélög voru meira "póleruð" og "samsærin" leyndust víða. Þannig man ég til dæmis eftir því að áttunda áratugnum að hafa heyrt af einum "hörðum vinstrimanni" sem gjarna stóð nálægt Frímúrarahúsi og skrifaði niður hverjir mættu, því það "þeim andskotum þurfit að fylgjast með".

En svo má líka velta því fyrir sér hvers vegna Íslendingar eru svo gjarnir á að telja sér trú um að allt það sem er að "gerast í útlöndum" gerist ekki á Íslandi.

Það á jafnt við "upplýsingaöflun" og "njósnir", sem og að sakleysi kommúnista á Íslandi hafi verið slíkt að þeir hafi verið eins og skátaflokkur í samanburði við kommúnisthreyfingar víða um lönd.

Enn enn eimir eftir af þessum hugsunarhætti. Auðvitað er engin hætta á því að hryðjuverk eigi sér stað á Íslandi, nú eða að Íslenskir múslimar gangi til liðs við "Islamic State", eða að njósnir eigi sér enn stað á Íslandi.

En Íslendingar eru langt í frá einir um slíkar hugsanir, og ég hygg að þær séu víðast hvar í hinum "smærri" ríkjum.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Leyniskýrslur um „komma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, þetta er satt hjá þér, Tómas.  Ísland er ekkert saklausara á einn einasta veg en gengur og gerist í heiminum, ekki lengur.  Mestur munurinn er að ríkið er minna en meginþorri ríkja.

Elle_, 14.11.2014 kl. 01:02

2 identicon

Það er eins og það sé harðbannað að minnast á að íslenskir kommar voru líka ansi liðtækir í upplýsingaöflun fyrir sovésku leyniþjónustuna á sínum tíma.

Móri (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 06:34

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég tel sjálfsagt að fylgst sé með öllum stjórnmálahreyfingum .Hvort sem þær eru til vinstri eða hægri.

Alveg sérstaklega þeim sem hafa tengsl við erlend öfl sem vilja „breyta heiminum“.

Ég er alls ekki að meina að allt sé slæmt og að fólk megi ekki velta fyrir sér allt af öllu.

Málið er að það kemur fyrir að tiltölulega fámennir hópar geta valdið miklu tjóni í óþökk meirihlutans

Snorri Hansson, 14.11.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband