Dómur sem getur haft umtalsverð áhrif

Það hefur verið rökrætt, ef ekki beint rifist nokkuð um málefni innflytjenda í Evrópusambandinu undanfarið.  Ekki síst um þá sem flytja sig á milli landa "Sambandsins".

Þessi dómur mun áreiðanlega hafa þó nokkur áhrif, og mun verða til þess að ríki, s.s. Bretland muni láta reyna frekar á aðgerðir gegn "bóta innflytjendum", sem hafa verið mikið í umræðunni þar.

En vilji Breta stendur til að takmarka fjölda innflytjenda, en það er nokkuð sem ég sé ekki gerast í bráð. 

En þessi dómur mun líka hafa mikil áhrif í Þýskalandi, því þó að umræðan sé þar með öðru sniði en í Bretlandi, hafa sveitarfélög líst vandræðaástandi, og segjast ekki ráða við sívaxandi innlytjendastraum.

Þar hefur hinn nýji flokkur, AFD, sótt verulega á í fylkiskosningum og náði sömuleiðis árangi til kosningum til Evrópusambandsþingsins.  Fylgisaukning hans er að stórum hluta sótt til Kristilegra demókrata, flokks Merkel.  En AFD hefur lagt mesta áherslu á innflytjendamál og að leggja niður euroið með skipulegum hætti.

Ég held því að óhætt sé að álykta að þessi dómur Evrópusambandsdómstólsins (hann hefur ekkert vald í Evrópu, utan "Sambandsríkjanna) muni auka umræðuna um innflytjendur, og hvernig lögum og reglugerðum þeim tengdum sé best háttað, ekki hvað síst hvað varðar bætur og félagsleg réttindi.

Ekki hvað síst í Bretlandi, þar sem kosið verður til þings á næsta ári, og Íhaldsflokkurinn, með Cameron í broddi fylkingar, er með breytingar á sambandi Breta og "Sambandsins", ekki hvað síst í innflytjenda málum, sem mikilvægan póst í baráttunni.

 

 


mbl.is Mega hafna innflytjendum um bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband