Að setja krónurnar þar sem kjafturinn er

"Put your money where your mouth is", er máltæki sem oft má heyra á Ensku. 

Nú er það notað gegn þeim sem sóttu um "leiðréttingu" á lánum sínum, en voru annað hvort á móti því að af "leiðréttingu" yrði eða hafa lýst því yfir að þeir geti komist af án hennar og ráði við sín lán.

Og vissulega má segja að þeir hefðu getað látið það vera að sækja um, því "leiðréttingin" er valfrjáls.  Engum bar skylda til þess að sækjast eftir henni.

En mér þykja þetta alltaf frekar þunn rök.

Svona rétt eins og þeir sem eru þeirrar skoðunar að skattar séu of háir, ættu ekki að þiggja barna- eða vaxtabætur.  Eða að frjálshyggjumaður ætti að skammast sín fyrir að vinna hjá ríkinu.  Að "Sambandssinnar" ættu einfaldlega að flytja í "Sambandið".  Nú eða að sósíalistar ættu ekki að reka fyrirtæki og hafa af því góðan arð.

Flest kjósum við að aðlaga okkur þeim veruleika sem við búum við, hvort sem við erum alfarið sátt við hvernig hann er.  Margir berjast fyrir breytingum, en verða að sætta sig við að verða undir - og aðlaga sig því sem er.

Þannig er engin skömm að því fyrir þá sem eru ósáttir við "leiðréttinguna" að þiggja hana.  Þeir geta síðan gert við féð það sem þeir kjósa, notað þá upphæð sem afborganir þeirra lækka til að gera vel við sjálfan sig, eða gefið það öðrum.

P.S.  Eins og ég hef sagt áður hef ég ekki mjög sterkar skoðanir á "leiðréttingunni". Hef sagt að í prinsippinu sé ég á móti henni, en sé tekið tillit til þess hve umfangsmikinn part af lífi og fjármálum einstaklinga hið opinbera sé fari að taka yfir sé þetta "skiljanlegt" framhald.


mbl.is Hvetur Björk til að hafna leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva fattiði ekki brandarann?  Mér finnst hann bara mjög kaldhæðnislegur.  Þarna er ein sem ég veit af sem prófaði skuldaleiðréttingarkerfið. Kerfið sem átti að vera með einvherju flottu þaki samkvæmt Sigmundi.  Þarna er ein vel stæð og fræg að nafngreina sig í blöðunum, verða allir ríkir leiðréttingarþegar nafngreindir svo við sjáum heildar stöðuna betur?

Af hverju látum við ekki 4 millu fátækum í té, í stað 2 millur dreift yfir alla, með einvherju gríðarháu þaki?!

Það sem Björk framkvæmdi er kallað álagsprófun í verkfræði, kerfisfræði og hugbúnaðarfræði.  Þarna fann hún einn veikan hlekk í kerfishönnuninni, og kom henni eflaust mikið á óvart að hún var ekki síuð út af þakinu góða.

Ég legg til að allt þurfi að álagsprófa, allar hannanir, sér í lagi þær sem kosta milljarða. Eru ekki einvherjir vel lærðir, t.a.m. með MBA gráður sem ættu að hafa vit á slíku? Þeir sérfræðingar ættu að vita best álagsprófun gerist áður en varan er sett á markað.  Ekki er hæft í viðskiptum að selja fólki vöru áður en hún er prófuð svo að hún uppfylli skilgreindar kröfur hönnuðarins (mastermind Sigmundur Davíð).

Verið blessaðir,

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband