Sekur eða saklaus, frábær eða fól?

Eða ef til vill sittlítið af hverju?

Maðurinn sem rætt er um er auðvitað Michael Schumacher.  Þau sem fylgjast með formúlunni skilja auðvitað hvað ég er að tala um.  "Stóra Schumacher málið", stöðvaði hann bílinn vísvitandi, eða ekki, í tímatökunni um síðustu helgi?

Ekki hef ég nein ákveðin svör við þessu.  Hef ekki aðgang að neinu nema minni mínu, en ég horfði á þetta í beinni útsendingu á laugardagsmorgunin.

En eitt veit ég, menn deila ekki við dómarana.  Auðvitað hafa þeir aðgang að öllum hugsanlegum gögnum, nokkuð sem er auðvitað erftitt að mæla gegn. Samt er ég ekki sannfærður um sekt "Skósmiðsins".    Ekki það að ég hafi neitt fram að færa sem styður sakleysi hans.  En ef þetta er vísvitandi gert, er það svo heimskulega gert, og til þessa hefur mér virst Michael vera eitthvað allt annað en heimskur.

Hvernig hefði maðurinn átt að ímynda sér að hann gæti komist upp með þetta?  Hann var "á pól", í versta falli hefði hann getað átt von á því að vera í 2. sæti í ræsingunni.  Og að hætta þessu með slíkum hætti, sem flestir hefðu vitað að gæti ekki fært honum neitt nema refsingu?

Þess vegna á ég örlítið erfitt með að trúa að þetta hafi verið viljverk.  Og ég læt minn mann njóta vafans, stend með honum nú, eins og ég hef gert í yfir 10 ár.

En hitt vil ég líka að komi fram, að ég styð að flestu leyti ákvörðun dómaranna.  Það er áríðandi að senda þau skilaboð að hart sé tekið á öllu, og það hefði getað sett slæmt fordæmi ef þetta hefði verið látið átölulaust.  Það ber á það að líta að stundum getur líka verið rétt að refsa fyrir klaufaskap, ef sá klaufaskapur kemur öðrum illa.

 Fyrst og fremst er ég þó þeirrar skoðunar að best sé að huga að öðru formi fyrir tímatökurnar, það form sem var t.d. í gangi fyrir ca. 5 árum, var alveg ágætt, svo er að minnsta kosti mín skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband