4.11.2014 | 06:14
Auðvitað eru sóknargjöld félagsgjöld
Persónulega finnst mér það liggja í augum uppi að sóknargjöld eru félagsgjöld. Þau eru greidd fyrir þá (af ríkinu) sem eru félagar í viðkomandi félögum.
Hvers vegna ríkið er að innheimta félagsgjöld fyrir sum félög í landinu en önnur ekki, er mér svo hulin ráðgáta.
Ef til vill hyggst ríkið bjóða öllum félagasamtökum í landinu upp á þennan kost?
Hitt er ennþá óskiljanlegra, hvers vegna ríkið innheimtir hið sama félagsgjald af þeim sem ekki eru í neinum af þeim félgasamtökum sem ríkið innheimtir fyrir.
Það er sjálfsögð krafa að félagsgjöld verði aðeins innheimt af þeim sem eru í þeim félögum sem ríkið innheimtir fyrir og að val verði um hvort að gjaldið sé innheimt með sköttum eður ei.
Með nútíma tækni er til dæmis sára einfalt að bjóða upp á þann valmöguleika, t.d. með því að á skattskýrslu sé boðið að haka við möguleikann: Ég óska að sóknargjald mitt .... (upphæð) sé innheimt með sköttum.
Annað er hrein hneysa og jaðrar við mannréttindabrot.
![]() |
Telur sóknargjöld vera félagsgjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
En sóknargjöld eru alls ekki innheimt.
Útskýrt hér:
http://www.visir.is/rikid-innheimtir-ekki-soknargjold/article/2013708089963
Einar Karl, 4.11.2014 kl. 08:44
Laukrétt hjá þér Einar karl. Ríkið tínir bara peningana af trjánum hjá sér og útdeilr til kirkjudeildanna. Er það ekki annars?
Jósef Smári Ásmundsson, 4.11.2014 kl. 09:15
@Einar. Ég hygg að þú hafir rétt fyrir þér, án þess að ég hafi tök eða tíma til þess að kanna það til hlýtar.
Það hlýtur þá líklega að þýða að trúfélög eigi mjög takmarkaðan rétt til þessa fés.
En það er enginn skilgreindur "kirkjuskattur" heldur að því að ég best veit. Auðvitað má alltaf deila um hvað ríkið á að taka mikið fé af þegnunum, til að borga fyrir hluti sem takmarkaður fjöldi þeirra nýtir.
En ég er alveg sammála því að það samræmist ekki hugmyndum um jafnan rétt trúarbragða, eða jafnrétti þeirra sem kjósa að standa fyrir utan trúfélög að standa að málum með þessum hætti.
Ef ég man rétt, var sóknargjald sérstakur liður á álagningarseðlum "í den". En það hætti einhver tíma dálítið fyrir síðustu aldamót ef ég man rétt.
Líklega á sama tíma og þeim sem standa utan trúfélaga fór að fjölga æ hraðar.
G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2014 kl. 10:50
Ég hygg að sóknargjöld hafi ekki verið innheimt sérstaklega síðan tekið var upp staðgreiðslukerfi tekjusskatts, árið 1987.
Einar Karl, 4.11.2014 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.