Æ fleiri Bretar segja nei við Brussel

Það er ljóst að óánægja Breta með Evrópusambandið fer frekar vaxandi heldur en hitt.  Nýlegar fréttir um hækkun á framlagi þeirra til "Sambandsins" um 1.7 milljarða punda, ef ég man rétt, hefur ekki fallið í góðan jarðveg, eða fengið kærleikann til að svífa um í Bretlandi.

Ég held að varla verði deilt um réttmæti þessarar hækkunar.  Öfugt við flest önnur lönd "Sambandsins" hefur efnahagur Bretlands vaxið vel (og svo stækkaði hann verulegur þegar vændi, neysla ólöglegra vímuefna og glæpastarfsemi var tekin með í reikningin), og því hlutfallslega stærri hlutur af efnahag "Sambandsins".

En þessar "fréttir" gætu varla hafa komið á verri tíma.  Eins og áður segir er vaxandi vilji á meðal Breta að endurheimta völd frá Brussel og ráða meira eigin málum.  Eitt af meginstefnumálum Íhaldsflokksins er einmitt í þá átt.

Aukin framlög til sameiginlegra sjóða "Sambandsins" fellur því í afar grýttan jarðveg um þessar mundir.

Uppgangur UKIP, aukakosningar í Rochester, er ekki jarðvegurinn sem þessar fréttir fellur vel að.

Tal um að nauðsynlegt sé að Bretar geti sett takmörk á inflytjendur frá öðrum löndum "Sambandsins" verður síðan æ háværari, það er ekki eingöngu UKIP og Íhaldsflokkurinn sem tala á þann veg.  Æ fleiri þingmenn Verkamannaflokksins taka undir þann málflutning, og formaðurinn Miliband, sagði nýlega að það hefðu verið mistök að setja ekki frekari takmörk gegn því árið 2003 og/eða 2004.


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband