Er yenið ónýtur gjaldmiðill?

Á undanförnum árum hafa margið haldið því fram að Íslenska krónan sé "ónýtur gjaldmiðill".  Hún hafi lítið gert nema að falla og endanlega "eyðilagst" í bankahruninu.

En ég hef marg oft áður skrifað hér um mismunandi gengi gjaldmiðla.  Og hvernig það sveiflast upp og niður.

Yenið er hins vegar gjaldmiðill stórþjóðar og eins af stærri efnahagsveldum heims.  Ef ég man rétt er yenið í 3ja sæti yfir gjaldmiðla hvað varðar gjaldeyrisviðskipti og í 4ja sæti hvað varðar hlutdeild gjaldmiðla í gjaldeyrisvarasjóðum.

En samt sveiflast gengi yensins verulega.  Frá því um ca. mitt ár 2012 hefur yenið fallið um u.þ.b. 40% gegn gjaldmiðlum eins og hinum Bandaríska dollar og euroinu.

$Yen 2012 2014

 euryen2012014

 

 

 

 

 

 

(hægt að að smella á gröfin til að sjá þau stærri)

Þetta stóra gengisfall yensins má sjá hér að ofan.  Meira að segja gegn hinni Íslensku krónu hefur yenið fallið, og það verulega, en það er ef til vill ekki óhlutdrægt viðmið, enda Íslenska krónan í höftum eins og allir þekkja.

En þýðir þetta að yenið sé "ónýtt"?  Ættu Japanir að taka upp annan gjaldmiðil? Eða ættu þeir að leitast eftir að sameinast öðru ríki?

Það má meira en vera að einhverjir Japanir séu þeirrar skoðunar, en ég hef engan heyrt tala á þann veg í fullri alvöru.

En hvers vegna fellur gjaldmiðill eins mesta efnahagsveldis heims með þessum hætti?

Í stuttu máli er það vegna þess að Japanir vilja að hann falli.  Seðlabankinn dælir út yenum eins og enginn sé morgundagurinn, í þeirri von að verðbólga nái sér á strik og sömuleiðis til að hrista upp í efnahagslífi sem var í stöðnum og verðsamdrætti.  Svipuðu ástandi og blasir nú við Eurosvæðinu, ef ekki tekst að snúa þróuninni þar við.

En Japan er ekki komið á rétt ról enn, og enn eru prentuð yen af feiknarkrafti.  En atvinnuleysi hefur farið minnkandi (var þó aldrei verulega hátt, japönsk fyrirtæki segja ekki svo glatt upp starfsfólki), og nú eru Japönsk fyrirtæki farinn að tala um að flytja verksmiðjur heim frá Kína.  Yenið hefur enda fallið gagnvart Kínverska yuaninu, um u.þ.b. 50%.

YuanYen2012014 japan unemployment rate

 

 

 

 

 

 

 

En þó að Japan sé að reyna að hrista slenið úr sínu efnahagskerfi, og hafi í upphafi verið að veikja gjaldmiðil sinn, sem flestir viðurkenndu að var alltof hátt skráður, er veikingin komin á það stig að nágrannaríkjum (og reyndar fleirum) er að verða um og ó.  Sumir spá því að á bresti "gjaldmiðlastríð" innan tíðar, þar sem fleiri ríki munu vilja veikja gjaldmiðla sína.  Aðrir segja að það sé þegar skollið á.

En er yenið þá ónýtur gjaldmiðill á fallanda fæti?  

Auðvitað ekki.  En yenið sýnir að Japanir misstu tök á efnahagslífi sínu.  Stór fasteignabóla og síðan stöðnun og drungi í rúman áraug.  Týndi áraugurinn í Japan.  

Þeir eru hins vegar að leita leiða til að keyra efnahagslífið af stað og yenið er stór þáttur í þeirri viðleitni.

En auðvitað rýrna laun og innistæður í yenum.  Innfluttar vörur hækka í verði.  Þann þátt ættu flestir að þekkja.

En of sterkur gjaldmiðill er engin blessun, það þekkja Japanir.

En yenið fellur, það hefur ekki alltaf verið svoleiðis.  Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir gengisþróun á milli Bandarísks dollar og yens frá 1975 til 1995.  Þá styrktist yenið ár frá ári að segja má, í takt við vaxandi styrk Japansks efnahagslífs.

En það er einmitt efnahagslífið og efnahagsstjórnunina sem gjaldmiðillinn endurspeglar.

$yen 19751995

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband