29.5.2006 | 14:48
Loksins er kominn mánudagur.....
Helgin var erfið, ég hef enda ekki bloggað síðan á laugardaginn, slíkur hefur atgangurinn verið. Partýstandið er farið að minna á námsmann (ekki illa meint í þeirra garð), frekar heldur en þann virðulega fjölskylduföður sem ég er.
Rólegt heimboð á föstudagskveldi, hóflega drukkið öl sem gladdi hjartað. Nú síðan var annað heimboð á laugardagskvöldið, klassa grill, rif og rauðvín og svo einhver torkennilegur eistneskur líkjör sem ég man ekki nafnið á. Við komum heim rétt fyrir miðnætti, ég þá orðinn hungraður í fréttir og settist niður fyrir framan tölvuna og drakk bjór, alllangt inn í morgunin.
Reif mig svo á fætur fyrir allar aldir á sunnudeginum, horfði á "Múluna", sá að sá góði drengur Michael hafði verið færður aftur fyrir alla, lét það ekki á mig fá, og hafði nokkuð gaman af kappakstrinum. Sofnaði aftur.
Vakinn um 2. leytið til að fara í barnaafmæli. Sem betur fer eru kanadísk barnaafmæli með bjór, víni og gini, sullupolli í garðinum og léttu snarli. Kom heim um 8. leytið, slendi kjöthlunk á grillið, nennti ekki einu sinni að hugsa fyrir meðlæti, drakk gott sikileyskt rauðvín. Fór svo að huga að því að koma foringjanum í svefn, vaknaði svo aftur klukkan 7 í morgun.
Því er ég kominn langt á eftir með að tjá skoðanir mínar hérna. A "Stóra Schumachermálinu", á kosningunum, hvort að Frjálslyndi flokkurinn sé að renna inn í Samfylkinguna, hvort að þetta sé ekki seinna tímabilið hans Dags í borgarstjórn, og svo þar fram eftir götunum.
Fylgist með frá byrjun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.