Að losa hugann við sovétið. Eistneska þingið samþykkir umdeild lög um réttindi samkynhneiðgra

Eistneska þingið samþykkti nýverið umdeilt lagafrumvarp um réttindi samkynhneigðra.  Það var mjótt á mununum, frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 38.  23. þingmenn voru fjarstaddir eða greiddu ekki atkvæði.

Andstaðan var mikil og skoðanakannanir sýndu að meirihluti íbúa Eistlands er andsnúinn frumvarpinu.

Það þurfti því nokkuð hugrekki til þess að samþykkja frumvarpið, en eins og niðurstaðan sýnir voru 40 Eistneskir þingmenn það hugrakkir að þeir gengu gegn meirihluta í skoðanakönnunum og greiddu frumvarpinu atkvæði sitt.

Það er líka rétt að það komi fram að á fyrri stigum var kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað.

En ættu þingmenn ekki að hugsa um þjóðarviljann og fylgja því sem meirihluti þjóðarinnar telur rétt?  Eða hefði ekki í það minnsta átt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu?

Um það eru eflaust skiptar skoðanir.

Mín afstaða er þó skýr í þessum efnum.  Það er ónauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mannréttindamál eins og þetta.

Annað hvort trúum við að þetta sé rétt eða rangt.  En stjórnarskrár eru einmitt samdar til þess að tryggja réttindi, tryggja það að meirihluti geti ekki svipt minnihluta sjálfsögðum réttindum.

Abraham Lincoln, efndi ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort að Bandaríkjamenn væru fylgjandi því að afnema þrælahald.

John F. Kennedy efndi heldur ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort að aðskilnaður kynþáttanna skyldi afnuminn í Bandaríkjunum.

Þeir fylgdu sannfæringu sinni, og ef til vill setningunni:

We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.

Vissulega hefur skilningurinn á þessari setningu breyst í tímans rás, en mér er til efs að mikilvægari eða öflugri setning hafi verið sett á blað.

Hún visar til þess að til séu réttindi, sem beri að virða, hvort sem meirihluti, eða minnihluti sé þeim fylgjandi.  Að minnihluti eigi rétt á því að lifa án kúgunar af hendi meirihluta.

En auðvitað er deilt um hvað eru "unalianable rigthts" og líklega verður svo á "meðan land byggist" á ekki eingöngu á Íslandi.

En ennþá virðist vera til fjöldinn allur af fólki, ekki bara í Eistlandi, ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld sem virðist reiðubúin til að neita samkynhneigðu fólki um réttinn  "til að leita að hamingjunni".

Það er einmitt þess vegna sem við ættum öll að klappa fyrir þeim 40 Eistnesku þingmönnum sem höfðu kjark til þess að standa með réttinum til að "leita að hamingjunni", fyrir alla.   Jafnvel þó að skoðanakannanir sýndu að meirihluti landsmanna þeirra væri á móti því.

Reyndar er það svo, að skoðannakannanir sýna, að tíminn vinnur með þingmönnunum, því jafnframt því að sýna andstöðu við réttindi samkynhneigðra, hafa skoaðanakannanir sýnt að stuðningur við þau réttindi eru mest á meðal ungs fólks, og sömuleiðis á meðal þeirra sem eru af Eistneskum uppruna.

Andstaðan er mest á meðal eldra fólks og svo þeirra sem eru af Rússneskum uppruna.

Ungt fólk sem talar Eistnesku er mun líklegra til að vilja aukin réttindi til handa samkynhneigðu fólki, en eldra fólk, eða þeir sem eru af Rússnesku bergi brotnir.

Þeir sem eru "lausir við sovétið" í hugum sínum, eru liklegri til að styðja réttindi samkynhneigðra en aðrir.

Þeir sem ólust upp við "sovétið", eða hafa "lífsýn" sína frá fjömiðlum "Rússlands Pútins", eru líklegri til að vera á móti réttindum samkynhneigðra.

Þannig má líta á aukin réttindi samkynhneigðra í Eistlandi, sem einn lið í því að losa íbúana undan hinu "huglæga sovéti".  Því eins og oft er sagt, þá er auðveldara að taka íbúana út úr sovétinu, heldur en sovétið út úr íbúunum."

En það er rétt að óska Eistlendingum til hamingju með framsýni og hugrekki þingsins, það er ekki sjálfgefið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband