30.9.2014 | 10:03
Regnhlífar gegn Markaðs-Lenínismanum
Það hafa margir sagt að yfirtaka Kínverja á Hong Kong gæti orðið þeim tvíbennt sverð. Að það frelsi og umhverfi sem Hong Kong búar hafa kynnst myndi frekar hafa áhrif á Kína, en Kína á Hong Kong.
En hin skringilega pólítíska og efnahagslega blanda sem Kínverjar búa við, og ýmsir hafa viljað kalla Markaðs-Lenínisma , á eftir að sýna hvernig það tekst á við mótmæli eins og þau sem núna standa yfir í Hong Kong.
Því miður gefur sagan ekki tilefni til mikillar bjartsýni.
Kommúnistaflokkurinn hefur uppgötvað að markaðinn og líta á hann eins og margir aðrir, sem gagnlegt tæki eða þjón, en þeir hafa engan áhuga á því að gefa eftir hin eiginlegu völd.
Hingað til hefur þessi sérstaka blanda haldið og raunar en vissulega koma í skelina sprungur með reglulegu millibil.
Hvort að næsta skrefið í þróuninni verði aukið frjálsræði og frjálsar kosningar er á þessu stigi ekki líklegt. Næsta skref gæti allt að eins orðið Markaðs-Stalínismi.
En kommúnismi, alræði og frjáls markaður, þó aðeins sé að hluta, mun alltaf verða eldfim blanda.
Gleði á götum Hong Kong | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.