Þjóðfylkingin og hinir Kommúnísku repúblíkanar og borgarar

Það er rökrétt framhald af þróuninni í Frönskum stjórnmálum að FN (Þjóðfylkingin) fái sæti í Öldungadeildinni.

Öldungadeildin er ekki kosin af almenningi, heldur af hópi sem stundum hefur verið nefndur "ofurkjósendur", sem eru  tæplega 90.000, kjörnir einstaklingar, í sveitar og umdæmastjórnum (region).

Velgengni FN í sveitarstjórnarkosningum hlaut því að skila þeim fulltrúum í Öldungadeildina.

Niðurstaðan er vissulega ekki góð fyrir Hollande, en ég held að þetta hafi verið bæði honum og öðrum ljóst fyrirfram.  Í Frakklandi vegur Þingið meira og hefur úrslitavald, en Öldungadeildin getur vissulega þvælst verulega fyrir málum og tafið.

Í fréttinni er talað um "öfgastimpilinn" sem margir vilja setja á FN, og með tilliti til sögunnar verður það ekki talið að ósekju.

En það er ekkert minnst á að eftir þessar kosningar hefur CRC (sem ég leyfði mér að setja í fyrirsögn sem Kommúnistar, Republikanar og borgarar, en mætti þýða sem Kommunístar, lýðveldissinnar og borgarar) að ég held 18 fulltrúa í Öldungadeildinni, ég held að þeir hafi haft 21 áður.

Nú hafa Franskir kommúnistar vissulega mildast með árunum, en með í tilliti til sögunnar ættu þeir líklega skilið "öfgastimpilinn" ekki síður en FN.

En einhverra hluta vegna er fjölmiðlamönnum ekki tamt að tala um öfgaflokka kommúnista.

En eins og ég sagði hafa Kommúnistarnir mildast með árunum, en gildir það ekki sömuleiðis um FN?

P.S.  CRC stendur fyrir: Communiste, républicain, et citoyen, og er flokkahópur í Öldungadeildinni, en uppistaðan er frá PC (Parti Communiste).

 


mbl.is Þjóðfylkingin fékk tvo í öldungadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öfgar eru oft á tíðum bara þegar aðrir hafa allt aðra skoðun en þeir sjálfir, ekki þegar hún er bara aðeins harðari í einhverja áttina en í meginatriðum "sömu megin". Þetta á við miklu víðar en bara í pólitík.

Stundum kalla menn það líka öfgar að aðrir séu alveg vissir um skoðun sína á máli sem þeir sjálfir hafa kannski ekki mikinn áhuga á eða er nokk sama.

Í öllu falli held ég að fáir skilgreini sjálfa sig sem öfgamenn...

ls.

ls. (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 10:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls  Það er líklega ekki langt frá kjarna málsins.  En hins vegar hefur mér þessi "öfgaumræða" og "öfgastimplanir" færast í vöxt.

En eins og Orwell benti réttilega á í bókum sínum, s.s. 1984 og Animal farm, er baráttan um orðin hluti af baráttunni um völd og árhrif og einnig stjórnun.

Hafi einhverjum tekist að fá andstæðing sinn skilgreindan sem öfgamann, með öfgafullar skoðanir, er nokkur sigur unnin.

Skilgreiningar og merkingar orða hafa einnig sitt að segja.  

Líklega líta langflestir á sig sem einstaklinga frekar hófsama í skoðunum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2014 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband