Íslenskur ananas?

Allar upplýsingar um vöru eru af hinu góða og hjálpa kaupandanum að taka ákvarðanir.  Að fá upplýsingar um upprunaland er af hinu góða en vissulega má deila um það hvort það er nauðsynlegt.

Það má alltaf deila um það hversu langt að ganga að binda eitt og annað í lög, en ég er þó þeirrar skoðunar að hér eins og víða, verði það krafa neytandans sem verður ofan á, alla vegna á endanum.

Sýni neytendur skýran vilja til að fá upprunamerkingar, þá munu þeir framleiðendur sem veita þær upplýsingar verða ofan á.

Í Kanada er t.d. að sjálfsögðu nóg að segja að vara sé framleidd í Kanada, en margir ganga lengra og segja að að varan sé framleidd í Quebec, Alberta eða Newfoundland.  Enn aðrir merkja framleiðsluna býli sínu.  Bæði í Kanada og í Bandaríkjunum má sjá orðunum "with pride in" bætt við fyrir framan fylkis eða ríkisnafns.

Sömuleiðs held ég að það sé orðið í flestum tilfellum nóg að merkja vöru sem framleidda í EU, í "Sambandinu", en flestir merkja hana framleiðslulandinu.

En svo er það hitt sem minnst er á í fréttinni, sem vert er að gefa gaum að.

Það er að vara teljist Íslensk ef hún hefur tekið "umtalsverðum breytingum" eftir að hún var flutt til landsins.  

Mér þætti fróðlegt að vita meira um þær reglur og hvað "umtalsverð" breytingin þarf að vera og hvernig það er reiknað út.

Ég veit að í Kanada er miðað við hvað "virðisaukinn" hefur verið mikill, það er að segja hvað innlenda "breytingin" bætti miklu við verðmætið.

Mér er t.d. minnistætt þegar ég sá skilti í verslun, þar sem á stóð:  "Cored Pineapple, made in Canada, with imported parts.".

Ætli mætti heimfæra það upp í Íslenskar aðstæður sem:  "'Kjarnhreinsaður og flysjaður Ananas, Íslensk framleiðsla, úr innfluttum íhlutum"?

Ég held full þörf sé á að ræða mun frekari upplýsingaskyldu í slíkum tilfellum og líklega veitir ekki af góðri umfjöllun um hvernig vörur verða "Íslenskar" með þessum hætti.

 

 


mbl.is Vilja betri upprunamerkingar matvæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband