Færri undanþágur - skilvirkara kerfi

Það er hárrétt að undanþágur frá virðisaukaskatti eru of margar. Það ætti að vera forgangsverkefni að fækka þeim.

Eins og ég hef margsinnis minnst á áður, ættu veiðileyfi t.d. að vera vsk skyld.  Það sama gildir til dæmis um Bláa lónið.  Ég get ekki fundið nein rök fyrir því að undanskilja vinsælasta ferðamannastað landsis virðisaukaskatti.

En það er nokkuð skemmtilegt að lesa að einn af forsvarsmönnum Bláa lónsins, vilji fækka undanþágunum, sem hans fyrirætki nýtur meðal annara.  Það er til fyrirmyndar og hlýtur að segja fjármálaráðherra og alþingismönnum, að það sé ekki eftir neinu að bíða.

En hitt er svo annað, að það er nauðsynlegt að gefa upp fyrirhugaðar hækkanir með góðum fyrirvara, þannig að fyrirtækjum gefist tóm til að undirbúa sig fyrir hækkanirnar.

En hve langur hann á að vera, má eflaust lengi deila um.

 


mbl.is Ætti að fella flestar undanþágur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband