Inntökupróf í grunnskóla

Ég er búinn að fá þessa mynd senda nokkuð oft á undanförnum vikum.  Það er því líklegt að margir séu búnir að sjá hana.

En myndin var, að því að mér er tjáð, hluti af inntökuprófi hjá grunnskóla í Hong Kong og hefur vakið það mikla athygli að hún hefur farið víða.

Spurningin er enda hrein snilld, og því ákvað ég að birta hana hér.

Hong Kong Elementary

 

 

 

 

 

 

Það á sem sé að finna út númerið á bílastæðinu sem bílnum er lagt í.

 

Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta áður og reyna að glíma við þetta segi ég góðar stundir.

Ef menn vilja er hægt að setja svar í athugsemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþarft að viðurkenna hversu langan tíma það tók, en það náðist ekki á 20 sek.

Ætla hins vegar ekki að eyðileggja gátuna fyrir öðrum og gefa svarið upp.

ls.

ls (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 11:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að finna lausnina tók mig sömuleiðis nokkuð lengri tíma en 20 sec.

Líklega yrði ég ekki tekinn inn í "elítusgrunnskólana" í Hong Kong.

En þrautin er afar vel gerð og skemmtileg.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2014 kl. 17:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Liggur í augum uppi ef afstaðan til stæðisins er rétt. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2014 kl. 17:46

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Afstaða hvers og eins hefur alltaf skipt megin máli Jón Steinar.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2014 kl. 18:10

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir hafa húmor þarna í Hong Kong.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2014 kl. 18:24

6 Smámynd: Aztec

Má ég segja svarið fyrst allir vita það?

Aztec, 19.9.2014 kl. 20:24

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er öllum frjálst að tjá sig á kurteislegan máta og eins og kemur fram í færslunni, er hægt að setja svarið hér í athugasemdum.

G. Tómas Gunnarsson, 20.9.2014 kl. 04:52

8 Smámynd: Aztec

Svarið er 87. Það er þess vegna sem aðeins eru notaðar tölurnar 86 - 91.

Aztec, 20.9.2014 kl. 14:22

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góður, takk fyrir þetta. Ég batt sjálfan mig í húta við að reyna að leysa þetta. Skrítið hvernig heilinn virkar.

Hörður Þórðarson, 22.9.2014 kl. 07:02

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

Átti að vera hnúta...

Hörður Þórðarson, 22.9.2014 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband