Sameinaðir standa þeir - Skotar hafna fullu sjálfstæði

Það er orðið ljóst.  United Kingdom, hið Sameinaða Konungdæmi er ekki að hverfa á vit sögunnar.  Meirihluti Skota hefur greitt atkvæði gegn sjálfstæði.

Það er ljóst að margir anda léttar í Bretlandi, sértaklega í stjórnsýslunni og viðskiptalífinu, enda sjálfstæði Skotlands nokkur óvissuferð, sem ekki er fyrirséð hvernig hefði endað.

En vonbrigði sjálfstæðisinna eru veruleg, sérstaklega eftir að þeir virtust stefna að sigri, fyrir rétt rúmri viku síðan.

Þegar hafa heyrst raddir sem krefjast þess að Alex Salmond víki.

En kjörsókn virðist hafa verið afar góð, sem er fagnaðarefni og sýnir að kjósendur mæti þegar þeim finnst þeim málið varða og hafa skýra kosti.

En nú hefst eftirleikurinn sem verður ekki síður fróðlegt að fylgjast með.  Þegar er búið að lofa Skotum frekari sjálfstjórn.  Það kemur þó líklega ekki til framkvæmda alveg strax og gæti orði fyrirferðarmikið mál í næstu þingkosningum í Bretlandi, á næsta ári.

Það gæti einnig haft veruleg áhrif á þær, enda ekki ólíklegt að Skotar fylki sér um Verkamannaflokkinn enn frekar en verið hefur.  

En það eru sömuleiðis þegar uppi raddir um að England vilji fá frekari völd yfir til sín, og það sé óréttlátt að Skotar stjórni Skotlandi en geti sömuleiðis hlutast til um "innanríkismál" í Englandi.  Það verður því fróðlegt eins og áður sagði að fylgjast með hvernig málin verða leyst.

Walesbúar hafa einnig lýst yfir áhuga á því að flytja frekari völd heim í hérað.

En sigur Nei-hreyfingarinnar stefnir í að verða býsna góður.  Sá sigur er ekki síst sigur Verkamannaflokksins og þeirra "Íslandsfjanda", Alistair Darling og Gordons Brown.  "Saviour of the Union",  heyrist æ oftar tengt við nafn Browns.  Svona breytist hið pólítíska gengi.

Ég hugsa að þessi úrslit fari langt með að tryggja Verkmannaflokknum meirihluta í næstu kosningum og minnka þannig líkur á því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.  Þessi úrslit minnka sömuleiðis líkurnar á því að slík úrsögn yrði samþykkt, ef svo ólíklega vildi til að hún yrði haldin.

Ég hugsa að úrslitin taki nokkurn vind úr seglum sjálfstæðissinna víða um Evrópu, en þó breyta þau ekki miklu annarsstaðar, en Já sigur hefði auðvitað sett afgerandi fordæmi.

En fyrst og fremst er kosningin fordæmisgefandi um velheppnaða, friðsamlegar og vel útfærðar kosningar um sjálfstæði og/eða aðskilnað ríkis, eða héraðs.

Því segi ég til hamingju Skotar.


mbl.is Skotar hafna sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EU er ekki sambærilegt við UK og menn sögðu nei aðallega afþví þeir vilja ekki evru og fleira sem leiðtogar þeirra sem leiddu sjálfstæðisbaráttuna höfðu líst yfir að vilja sem fyrst.

K (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 16:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfsagt höfðu menn margar mismunandi ástæður fyrir því að segja hvort sem var Já, eða Nei.

Sumir sögðu Já, vegna þess að þeir vildu refsa Íhaldsflokknum, aðrir sögðu Nei, vegna þess að þeir líta á sig sem Breta.

Enn aðrir vildu sjálfstætt Skotland og sögðu Já, sumir vildu ekki stefna inn í óvissuna og sögðu Nei.

Býsna margir Skotar vilja euro, en líklega fleiri sem vilja það ekki.  En það er engin leið að segja nákvæmlega hvað réði úrslitum.

En Bretar, jafnt Skotar, Englendingar, Walesbúar og N-Írar,  stóðu vel að þessu og fara frá kosningunni með fullum sóma.

Það er það sem skiptir í mínum huga mestu máli.

Salmond viðurkennir ósigurinn og stígur til hliðar. 

Nú hefst næsti kafli.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2014 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband