24.7.2014 | 06:02
Innflutningur á heilsubresti frá Danaveldi? Hvað verður það næst?
Af trúa ætti yfirlýsingum sem heyrst hafa undanfarnar vikur, ættu lýðheilsuyfirvöld að gefa út aðvörun til þeirra sem hyggjast snæða SS pylsur á komandi vikum.
Það hlýtur að vera all nokkur hætta á að yfir neytendur hellist Danskur heilsubrestur, ef snæddar eru SS pylsur. Það er að segja ef einhver leggur trúnað á misvitrar fullyrðingar um hættur þær sem fylgja innfluttu kjöti.
En líklega sjá hvorki ríkisstjórn eða alþingismenn ástæðu til að vara við þessari notkun á erlendu kjöti, þar sem það gerir pylsurnar ekkert ódýrari til almennings. Það er engin hætta á hryggskekkju vegna þess að það þyngist í veskinu hjá pylsuneytendum.
En ef að flutt er inn nautakjöt í stórum stíl, svo veitingastaðir geti boðið upp á góðar steikur og til að SS geti framleitt pylsur og svo er flutt inn svínakjöt svo Íslendingar geti fengið beikon, síðan flytur Osta og Smjörsalan inn smjör til að anna eftirspurn, hvað er þá eftir af rökum gegn því að stórauka innflutning á landbúnaðarafurðum?
Jú, líklega eru einu rökin sem eftir eru að innflutta varan er of ódýr.
Og jú svo auðvitað þetta með heilsubrestinn.
Heilsubrestinn sem Sláturfélag Suðurlands, veitingastaðir og Osta og smjörsalan dreifa á meðal landsmanna, með innfluttum landbúnaðarafurðum?
Skyldi þess verða krafist að þessi fyrirtæki greiði aukalega til heilbrigðiskerfisins?
Það er kominn tími til að ræða málið með yfirveguðum hætti og gera áætlun um leyfi til aukins innflutnings sem taki 5 til 10 ár.
Aukin innflutning á Íslenskum forsendum.
Danskt kjöt í SS-pylsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.