Það er svo mörgu hægt að mótmæla

Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að einstaklingar komi saman til mótmæla.  Það er helgur réttur í lýðræðissamfélagi.  Það er heldur ekki óeðlilegt að samtök friðarsinna og stuðningssamtök hins og þessa taki þátt í slíku og hvetji sína félagsmenn til mótmæla.

Mér þykir hins vegar nokkuð merkilegt að sjá fjölda stéttarfélaga taka þátt í mótmælum sem þessum.  Telja forsvarsmenn þeirra að þeir hafi umboð félagsmanna sinna til þess?

Getur ekki verið að á meðal félagsmanna þeirra ríki skiptar skoðanir í málum sem þessu? 

En það virðist nokkuð útbreidd skoðun að Ísraelsher svari árásum á Ísrael með "of miklum krafti", eða umfram "meðalhóf".

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað "meðalhóf" í andsvari við árásum er?  Er það "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn"?  

Ef árásaraðilar koma vopnum sínum fyrir á meðal "almennings" eru þau vopn þá friðhelg?  

Það má geta þess hér í framhjá hlaupi að áætlað er að á D-degi hafi fleiri óbreyttir Franskir borgarar látið lífið, en Bandarískir hermenn.  Hinir óbreyttu borgarar voru þó ekki við eða á "varnarstöðvum" Þjóðverja.

Er það dæmi um árás sem var "umfram meðalhóf"?

Svo er talað um nauðsyn þess að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.  Ætli það mætti þá ekki skera niður all hressilega þann ríkjalista sem Íslendingar eiga í stjórnmálasambandi við?

Ættu Íslendingar að eiga stjórnmálasamband við Kína?  Ríki sem er alræmt fyrir mannréttindabrot.  Ríki sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vg kláraði fríverslunarsamninga við nýlega og ýmsir Samfylkingarmenn telja mikilvægasta samning sem Ísland hefur gert í 20 ár eða svo?  Ætti Ísland að slíta stjórnmálasambandi við Kína?

Ætti Ísland  að eiga stjórnmálasamband við Rússa? Land sem kyndir undir ófriði og ólgu í nágrannalöndum sínum og er í það minnsta óbeint ábyrgt fyrir að hafa skotið niður farþegaþotu nýlega.  En varla er verra að eiga í stjórnmálasambandi við Rússa, en að hafa átt áratuga stjórnmálasamband við Sovétríkin.  Ríki sem kúgaði og drap þegna sína miskunarlaust, hersat önnur ríki svo áratugum skipti og myrti með skipulegum hætti hundruð þúsunda þegna hersetnu landanna.

En mig rekur ekki minni til þess að margir hafi hvatt til þess að stjórnmálasambandi við Sovétríkin yrði slitið, hvað þá að verkalýðshreyfingar hafi staðið að mótmælum vegna þess.

Ættum Íslendingar að eiga í stjórnmálasambandi við Íran eða Norður Koreu?

En það er mörgu hægt að mótmæla.

Það væri hægt að mótmæla framferði Rússa í Ukraínu.  Það væri hægt að mótmæla því að Hamas samþykki ekki vopnahlé.

Það væri hægt að mótmæla því að Ísraelskir ferðamenn skuli hafa þurft vernd lögreglu gegn "mótmælendum" í Berlín, sem hrópuðu:  Gyðingur, við munum ná þér.

Það væri hægt að mótmæla því að í París hafi hundruðir "mótmælenda" brotið rúður í gluggum verslana og kaffhúsa gyðinga og brennt "kosher" verslun til grunna.

Það væri hægt að mótmæla því að heimili rabbína í Hollandi hafi verið grýtt tvisvar á einni viku.

Það væri hægt að mótmæla því að "mótmælendur" í Þýskalandi hafi verið staðnir að því að hrópa "gyðingana í gasklefana" og að lögregla í Berlín hafi bannað "mótmælendum" að nota hið "vinsæla" hróp "gyðingur, huglausa svín, komdu og berðust einn".

Það er svo mörgu hægt að mótmæla ......

 

P.S. Dæmin hér að ofan eru fengin úr frétt The Telegraph.

 

 

 

 


mbl.is Þrýsta á íslensk stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já, auðvita hafa menn rétt til að mótmæla en ég myndi ætla að í réttarríki þyrfti að fylgja mótmælum rökskýring  sem staðist gæti skoðun dómstóla í því réttarfari sem í viðkomandi ríki gildir.

Siðað fólk, samkvæmt norðurlanda skilgreiningu, hikar við að leggja til atlögu við öfgamenn og gengur hjá, í von um að ruglið fái ekki framgang, en það gerist. 

Friðelskandi englahjarðir (hengilmænur) hér norður í Íslensku öryggi gaspra sem óvitar og óska dauða til handa fólki sem Hitler og Stalín mislukkaðist að klára að drepa.

Vegna hinna friðelskandi englahjarða, þá meiga hinir svo kölluðu Palestínumenn skjóta sínum sprengihleðslum frá konum börnum og stofnunnum á heimili  Ísraelsmanna, þar sem eru konur börn og gamalmenni, án athugasemda frá hinum friðelskandi Íslensku hengilmænum.    

Eða tilhvers voru hinir svokölluðu Palestínumenn í nafni Hamas að senda vörnum Ísraelsríkis kostnað uppá fjórar miljónir fyrir hverja sprengihleðslu sem þeir sendu?   Var það hvatning til að drepast eða hvatning til að snúast til varna?

Samkvæmt fréttum þá hefur Palestínumönnum í nafni Hamas tekist að beina afli Ísraelshers að almenningi en frá sér.  miklar hetjur þar á þeirra mælikvarða en raggeitur á okkar norrænu mælistiku.   

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2014 kl. 23:32

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þvílíkt og annað eins að horfa á „sögustundina“ í Íslandi í dag þar sem heiðursgesturinn var læknirinn Hauksson. Mönnum er hollt að horfa a neðangreind myndbönd til að ná áttum

https://www.youtube.com/watch?v=8EDW88CBo-8

https://www.youtube.com/watch?v=g_3A6_qSBBQ

https://www.youtube.com/watch?v=XGYxLWUKwWo

https://www.youtube.com/watch?v=qIRJO9TaaOI

https://www.youtube.com/watch?v=QAuBc_cbXo0

https://www.youtube.com/watch?v=5jjOOpEvMHA

https://www.youtube.com/watch?v=W9ReF4UUa4E

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.7.2014 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband