Rússland ber ábyrgð á ódæðisverkinu

Í mínum huga er það engin spurning að það að er hægt að setja ábyrgðina á dauða tæplega 300 einstaklinga sem flugu með Malaísku þotunni á herðar Rússneskra yfirvalda.  Putin eða hans "hrings".

Það skiptir engur máli í mínum huga hvernig litið er á málið.

Auðvitað er hægt að segja að Rússneskir aðskilnaðarsinnar í Ukraíu hafi skotið vélina niður.  En tilvera þeirra er vegna þess að Rússland vildi að þeir væru til.   Vopn í þeirra höndum eru þar vegna þess að Rússland vildi að þau væru þar.

Það er líka hægt að hlusta á Rússneskan áróður, og trúa þvi að "fasistar" í Ukraínu hafi skotið Malaísku flugvélina niður.

Það hljómar þó ekki trúverðuglega.

Spurningar sem allir þurfa að velta fyrir sér eru:  Hverjir hafa skotið niður flugvélar undanfarin misseri í Ukraínu?  Hverjir hafa verið að fljúga flugvélum um Ukraínska lofthelgi?

Hvers vega er það lang líklegast að að Rússar/Rúsneskir "uppreisnarmen" í Ukraínu séu ábyrgir fyrir verknaðinum?

En þetta er vissulega hræðilegur atburður.

En hver eru viðbrögð "alþjóðasamfélagsins"?

Hver eru viðbrögð Evrópusambandins, þar sem flugvélin á sinn upphafspunkt?

Hvað vigta u.þ.b. 300 einstaklingar á móti orkuþörf "Sambandsríkjanna"?

Hvernig blandast þessi atburður inn í val á "frammámönnum" Evrópusambandsins, en þar hefur ekki m.a. verið tekist á um hvernig afstaða "kandídata" er gagnvart Rússum.

Það hefur vakið furðu mína hve margir, og ekki síst á Íslandi eru reiðubúnir til að líta svo á að Rússland hafi fullan rétt til þess að ákveða "í hvaða átt" Ukraína snýr sér og með hverjum þeir kjósa að eiga samstarf. Að Ukraína tilheyri á einhvern hátt Rússum.

Að hvernig Rússar hafa í gegnum árin, með ofbeldi, brottfluttningi, skipulögðu svelti og morðum, hafa fækkað Ukraínubúum og flutt inn í staðinn "sitt fólk" gefi þeim á einhvern hátt rétt til Ukraínu eða að krefjast sameiningar við Rússland.

Þeir virðast ótrúega margir sem virðast reiðubúnir til að trúa þeim áróðri sem kemur frá Rússum, nú eins og áður.

Fátt virðist breytt frá kaldastríðsárunum þegar allt sem birtist í fréttum og hallaði á Sovétríkin var kallað lygi.

Og margir virðast ekki hafa áttað sig á því að að þar birtist auðvitað ekki allur sannleikurinn, sannleikurinn var í mörgum tilfellum mikið verri.

En Rússar virðast enn vinna eftir sömu "áróðurshandbókinni".  

Þeir sjá enga ástæðu til að skipta, því hún virkar enn.

P.S.  Fyrir mistök birtist þessi pistill skamma hríð áður en hann var kláraður.  Hann var því "tekinn úr umferð" og birtist nú aftur hér.

 


mbl.is Aðskilnaðarsinnar skutu á vélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband