15.7.2014 | 06:52
Er einhver ástæða til þess að hatast við hakakrossinn?
Því verður ekki á móti mælt að hakakrossinn var tákn einhverrar fyrirlitlegustu hreyfingar sem mankynið hefur hefur þekkt, flokks þjóðernis sósíalista í Þýskalandi á síðustu öld.
En er það ástæða til þess að hatast við, eða banna jafn gamalt tákn og hakakrossinn er?
Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Það er engin að réttlæta nazisma, en það þýðir ekki að aldagamalt tákn sem nazisminn tók upp eigi að vera bannfært um aldur og ævi. Það má líka draga mun á milli hakakrossins og fána nazista.
Fánar eða tákn fremja ekki ódæðisverk, það gera einstaklingar og hópar þeirra.
Það hefur enda engin bannað (að best ég veit) t.d. stjörnu, hamar, sigð, hálfmána eða sirkil, en þó hafa ýmis af viðurstyggilegustu ofbeldisverkum sögunnar verið framin undir merkjum með slíkum táknum.
Krosssinn, sem m.a við Íslendingar höfum í fána okkar, er heldur ekki undanskilin þegar ofbeldisverk og viðurstyggð eru annars vegar.
En auðvitað lifum við með þesum öldnu táknum. Og hakakrossinum líka.
Þau eru partur af sögu okkar, menningu og líka þjáningu.
Flugu með hakakross yfir New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Saga, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:55 | Facebook
Athugasemdir
Auk þess hefur Eimskipafjelagið notað swastikuna allar götur frá því að það var stofnað 1914. Enda var einu skipanna grandað af bandamönnum í stríðinu, sem augljóslega voru mjög fáfróðir um sögu þessa tákns.
Saga swastikunnar er ævaforn og eru fjölmargar útgáfur til af henni. Nasistarnir hafa engan einkarétt á henni, ekki frekar en táknum norrænnar goðafræði sem þeir voru svo hrifnir af, enda voru nazistarnir voru svo heimskir, að þeir héldu að hvíti kynstofninn, sem er væntanlega afkomendur þeirra Neanderthalsmanna, sem stöðvuðust í þróuninni, væri eitthvað æðri öðrum kynstofnum og þess vegna dýrkuðu nazistarnir allt sem var norður-evrópskt.
Pétur D. (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 12:48
Ég held reyndar að Eimskipafélagið hafi hætt að nota hakakrossinn á tíunda áratug síðustu aldar. Þá breyttist merki félagsins í einhverskonar "E" ef ég man rétt.
Flestir telja að hakakrossinn sé uppruninn á Indlandi, eða þar nálægt.
En hindurvitni og vitleysa nazistana reið ekki við einteyming, en það er önnur saga. "Mystík" þeirra og hindurvitni sem þeir reyndu að klæða í búning vísinda var afar hjákátleg svo ekki sé sterkara til orða tekið. En hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir milljónatugi.
G. Tómas Gunnarsson, 15.7.2014 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.