Banki hins heilaga anda minnir fjárfesta á eurokreppuna

Eurokreppan rifja upp kynnin af Marteini Mosdal, eins og hann kemur hún alltaf aftur.  Réttar væri þó að segja að hún hafi aldrei farið, heldur verið hulin.

Loforð um að "gera allt sem þarf" ná aðeins að slá á einkennin, en ef lítið er gert, sækja hlutirnir í sama farið.  Flestir hafa enda varla tölu á öllum þeim skiptum sem búið hefur verið "að leysa" eurokreppuna.

Draghi og Seðlbanki Evrópusambandsins hafa að mörgu leyti staðið sig vel, en umhverfið og uppbygging eurosins gerir þeim erfitt fyrir.

Það er ekki að undra að lesi megi í Íslenskum fjölmiðlum varnaðarorð erlendra fjármálasérfræðinga, sem hvetja Íslendinga til að taka alls ekki upp euro við núverandi kringumstæður.

Auðvitað verður eurokreppan "leyst" á næstu dögum eða vikum, það hafa frammámenn "Sambandsins" gert svo oft á undanförnum árum að það varla vefst fyrir þeim.  En það er eitthvað sem segir að við höfum þó ekki séð það síðasta af henni.

Það er ef til vill tímanna tákn, að fljótlega verður Jean Claude Juncker, orðinn forseti framkvæmdastjórnar "Sambandsins".  Hans þekktustu ummæli eru líklega "þegar hlutirnir eru alvarlegir þarf að ljúga".  

Og þannig  er haldið áfram, þangað til eurokreppan minnir á sig næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Evrópskir fjárfestar óttaslegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki raunin að Evran verði alltaf til vandræða á meðan ríki ESB sameinast ekki sem sambandslýðveldi?

Þessir erlendu fjármálasérfræðingar hljóta að vita að ferli fyrir upptöku evru er lengra en svo að hún verði ekki tekin upp í næsta mánuði, hvað þá næstu árum á Íslandi.

Frekar er verið að vara við inngöngu í ESB.

L.T.D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 21:41

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er að hluta til verið að vara við ESB, enda er öllum ríkjum sem ganga í "Sambandið" skylt að taka upp euro.

Eingöngu Bretland og Danmörk hafa varanlega undanþágu frá því.  Hinsvegar streitast ríki eins og Svíþjóð og Pólland við að gangast undir "dauðamen" eurosins.

Það er enda ekki að undra að margir Finnar horfa öfundaraugum yfir til Svíþjóðar, ekki síst t.d. í skógariðnaðinum.  Sjálfstæð Sænsk mynt hefur virkað mun betur en euroið í Finnlandi.

En "sjálfstæðu sambandskallarnir" og aðrir "Sambandssinnar" á Íslandi halda því fram að þetta sé "hin eina sanna leið".

"Sambandið" og euroið.

G. Tómas Gunnarsson, 11.7.2014 kl. 22:27

3 identicon

Sammála þér.

Mikil mistök hjá íslendingum að undirrita EES samninginn á sínum tíma.

Hér hefði þurft að byggja upp fjölbreyttari atvinnuvegi með útflutning í huga, undirbúa og aðstoða þau fyrirtæki sem höfðu einhverja möguleika til útrásar, einhæf atvinnustarfssemi gróf undan krónuni.

Glæpurinn var að einkavinavæða banka, lífeyrissjóði, útbúa fiskveiðikerfi sem hentaði alþjóðavæðingunni.

Aðeins hálfvitar halda að 320,000 manna þjóð geti skapað samkeppni.

Og aðeins svikarar víð lýðræði halda því fram að það sé hægt ...

L.T.D. (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband