Seðlabankastjórnun snýst um fleira en hagfræði

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þessi gagnrýni á skipan nefndar sem meta á hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skrýtin, þó að ég vilji ekki nota orðið "stórfurðuleg".

En starf seðlabankastjóra er margslungið og líklega gefst best að líta til fleiri þátta en hagfræði þegar ráðið er í starfið.

Engan hef ég heyrt fullyrða að "besti hagfræðingurinn" yrði endilega besti seðlabankastjórinn, eða öfugt.

Það er enda um atriði að ræða sem erfitt er að setja mælistiku á.

Það er því ekki óeðlilegt að mínu mati að nefndin sé skipuð fleirum en hagfræðingum.

Trúverðugleiki stofnunar eins og seðlabanka er samansettur úr ótal þáttum.

Líklega hefur hann ekki beðið meiri hnekki í langan tíma, en þegar upp komst um að bankinn hefði greitt málskostnað seðlabankastjóra gegn bankanum.

En það hefur auðvitað ekkert með hagfræði að gera, heldur almenna dómgreind og skynsemi.

En það er auðvitað slæmt þegar stjórnendur hvaða fyrirtækis sem er, fá falleinkunn í þeim "fögum", sama hvaða "einkunn" þeir kunna að hafa fengið í hagfræði.

 


mbl.is Skipan Stefáns „stórfurðuleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband