Á teinunum með tjú tjú?

Ég hef alltaf verið frekar skeptískur á lestarsamgöngur á Íslandi, þó að vissulega væru þær á margan hátt skemmtilegur kostur.  Einn helsti kostur þeirra er að þeir nota rafmagn, innlendan og umhverfisvænan orkugjafa.

Ókostirnir eru gríðarhár stofnkostnaður og ósveigjanleiki.

Persónulega hef ég ekki trú á því að hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur sé álitlegur fjárfestingarkostur, alla vegna enn um sinn.

Ég held að flestir ættu að spyrja sig að því hvort þeir væru reiðubúnir til að leggja sparifé sitt í framkvæmdina, áður en þeir svari þeirri spurningu hvort að þeir séu fylgjandi því að farið sé í framkvæmdina.

Það er einnig fyllsta ástæða til þess að velta því fyrir sér hvort að allar forsendur muni standast þegar á hólminn er komið.

Ef aðeins ein lestarstöð er í Reykjavík, hver verður þá raunverulegur tímasparnaður fyrir túrhest að taka lestina?

Og hvað verður það á endanum dýrara fyrir hann að taka lest, og svo leigubíl frá lestarstöðinni upp á hótel, heldur en það er í dag, þar sem margir þeirra geta notið þjónustu flugrútunnar alla leið á hótelið?

Slík þjónusta kostar að ég best veit 2500 krónur, en reiknað er með að lestarferð kosti allt að 2600 og þá á eftir að koma sér af lestarstöð á hótel.

Einnig hlýtur það að vera stór spurning hve hagkvæmt það er fyrir þá sem sækja vinnu til Reykjavíkur, hvað auðvelt það er að komast þangað frá lestarstöðinni.  Eflaust þykir mörgum þægilegra að ferðast "frá dyr til dyra" í sínum eigin bíl, jafnvel þó að það kunni að vera eitthvað dýrara.  Ekki síst ef til dæmis að ferðin sé oft notuð til að sinna öðrum erindum.

Síðan þarf einnig að velta því fyrir sér hversu raunhæfur kostnaðaráætlunin er, og þá reynslu sem Íslendingar hafa af því að slíkar standist.

Síðast en ekki síst, er full ástæða til að vera hugsi yfir framkvæmdum sem sagt er að aðeins krefjist þess, eða hins frá hinu opinbera, sé sjálfsagt að framkvæma í svokallaðri "einkaframkvæmd", en nauðsynlegt að hið opinbera beri einhverja ábyrgð á henni.

Enn og aftur hvet ég alla til þess að velta því fyrir sér hvort að þeir myndu vilja festa sparifé sitt í framkvæmd sem þessari.

Mitt svar er nei.

 


mbl.is Stofnkostnaður hraðlestar 100 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

'A Íslandi eru altaf til peningar fyrir ónothæfann rekstur sem ríkið og almennigur borgar - þess vegna erum við að verða í RUSLFLOKKI !

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.7.2014 kl. 19:33

2 identicon

Já Erla því miður er það svo að alltaf virðast vera aurar í ríkiskassanum fyrir óarðbæran rekstur, enda er hugsunarhátturinn annaðhvort til hægri eða vinstri og skynsemin látin lönd og leið.

Hvað hafa mörg þúsund milljóna farið í glötuð gæluverkefni hjá byggðastofnun, martröðina á Kárahnjúkum og hæsnakofann sem við köllum Hörpuna?

Sem hefðu getað farið í lestar samgöngur í kringum landið.

Sem hefðu svo sparað okkur vegslit og kostnaðarsamar viðgerðir upp á aðrar hundruði milljóna vegna umferðar vöruflutningabifreiða um þjóðvegina.

Sparað okkur í heilbrigðiskerfinu kannski hundruði milljóna í víðbót.

Umfram allt skapað jöfn tækifæri fyrir alla landsbyggðina.

Hugmynd um lestarkerfi milli Reykjavíkur og Keflavíkur er eins og hvert annað rugl.

L.T.D. (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband