24.5.2006 | 17:46
Djúp og útbreidd óánægja?
Fátt virðist leggjast Framsóknarflokknum í hag fyrir komandi kosningar. En býsna langt er nú gengið þegar frambjóðendur flokksins segja skilið við hann fáum dögum fyrir kosningar. Ekki segja fréttir neitt um ástæðu þessa, en það getur varla verið að frambjóðendur segi skilið við flokkinn sinn út af smáatriðum.
En maður heyrir þetta útundan sér, jafnvel hingað til fjarlægra landa, að Framsóknarmenn eru margir hverjir ekki ánægðir með flokkinn sinn.
Það er því ef til vill ekki að undra að illa gangi víða um land hjá flokknum.
Skyldi álíka atburður hafa gerst áður í íslenskri stjórnmálasögu? Gaman væri að vita það.
Frambjóðandi Framsóknarflokks segir sig úr flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.