Er Framsókn að hafa það? Samfylking ennþá á lágu nótunum, Sjallar og VG síga örlítið?

Þá er 4. raðkönnun Gallup komin.  Ekki hægt að segja að miklar breytingar séu, þær þess heldur líklega allar innan skekkjumarka.

Sjálfstæðisflokkurinn ennþá með meirihluta, Samfylking með 4, Vinstri grænir með 2 (það hlýtur að vera misritun í fréttinni, þegar þeir eru sagðir með 1) og Frjálslyndir með 1. fulltrúa.

En það sem mesta athygli vekur er það að Framsóknarflokkurinn eykur við fylgi sitt 4. könnunina í röð og er nú í fyrsta sinn á þröskuldi þess að fá mann, næsti maður inn er Framsóknarmaður.

Það skyldi þó ekki fara svo að Framsóknarflokkurinn hefði það á endasprettinum og 5 flokkar yrðu í borgarstjórn?

Sjálfstæðisflokkur og VG gefa örlítið eftir, en Samfylkingin nær að hífa sig örlítið upp.  Ef ekki verður stór breyting á, endar Samfylkingin undir 30% sem hlýtur að verða þeim mikil vonbrigði.  4 borgarfulltrúar yrði þeim mikið áfall að ég tel.  En ekki er útilokað um þeirra 5. mann.

Sjálfstæðisflokkur er með meirihlutann innan seilingar, en ég er þó þeirrar skoðunar að það velti meira á skiptingu atkvæða en nokkru öðru hvort hann náist, tel ólíklegt að þeir fari yfir 50%.

Frjálslyndir virðast nokkuð öruggir með sinn mann og það sama má segja um VG, þeirra 2 virðast nokk öruggir, þó að 3. maðurinn sé lengra frá en í síðustu könnun.

En kosningarnar eru að verða æ meira spennandi.

Nú eru 3. dagar til kosinga.


mbl.is Framsóknarflokkur bætir örlítið við sig í Reykjavík samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.

Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af þessu, en þó að vissulega skemmtilegra ef einhver nennir að lesa það sem maður hefur skrifað.

En vinsældir eru fallvaltar :-)

P.S. Tel þó æskilegra að ég hafi það en Framsóknarflokkurinn, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 24.5.2006 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband