Það er lífseig mýta að ef Ísland gengi í "Sambandið" myndi vöruverð stórlækka á Íslandi. Ef það væri bæði satt og rétt, hvernig stendur þá á því að Danmörk, Svíþjóð og Finnland koma verr út í þessum samanburði en Ísland?
Og Finnland þar að auki með euro.
Og auðvitað hljóta Íslendingar fyrst og fremst að bera sig saman við þessi nágrannalönd, en ekki einblína á meðaltal Evrópusambandsríkjanna. Það getur varla verið sterkur vilji fyrir því á Íslandi að bera Íslensk verð saman við þau í Búlgaríu, eða hvað?
Sumt af því sem dregur upp hið Íslenska meðaltal, er vegna þess að Íslendinga hafa ákveðið að svo sé, samanber hátt verð á áfengi og tóbaki.
Annað sem vekur athygli, er að Ísland er meira yfir meðaltalinu en hinir Norðurlandaþjóðirnar (nema Noregur) í verði á fatnaði.
Verð á fatnaði er meira yfir meðaltalinu en verð á matvælum. Sama gildir um rafmagnstæki og tæknivörur.
Hvað skyldi valda þvi? Ef til vill er von um að það breytist með fríverslunarsamningnum við Kína.
Hér má sjá niðurstöðurnar á PDF skjali.
En auðvitað þýðir þetta ekki að Íslendingar geti hallað sér aftur og á Íslandi þurfi engu að breyta og ekkert að bæta.
Að sjálfsögðu þarf að stefna að því að vöruverð gæti lækkað hlutfallslega enn meir í framtíðinni.
En það er ljóst að "Sambandsaðild" er engin trygging fyrir lægra vöruverði.
Það er líka staðreynd að það er ekki til neitt "Evrópuverð", eða "Evrópusambandsverð", né heldur "Evrópuvextir" eða "Evrópusambandsvextir". Munurinn getur verið verulegur á milli landa þar, rétt eins og annarsstaðar.
Það sést hvað best með því að bera saman Danmörk og Búlgaríu.
P.S. Hvað skyldi verð á neysluvöru á Íslandi vera í samanburði við meðalverð í Bandaríkjunum eða Kanada?
Vöruverð 12% hærra hér en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Facebook
Athugasemdir
Veistu hver launakjörin eru í þeim löndum sem þú ert að tala um ?
Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2014 kl. 10:36
Launakjör eru auðvitað mismunandi eftir löndum, og launakostnaður skiptir auðvitað máli í rekstri matvöruverslana, jafnt sem annara fyrirtækja.
Það gerir líka flutningskostnaður, vörugjöld, tollar, sala á fermeter og svo ótal fleiri þættir.
Laun eru vissulega hærri í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en á Íslandi. Það útskýrir ekki að fullu hvers vegna matvöur koma þetta vel út á Íslandi, né útskýrir hvers vegna föt og raftæki eru hlutfallslega dýrari á Íslandi en í þessum löndum.
En þessar kannanir sýna auðvitað að það er ekki til neitt sem heitir "Evrópusambandsverð", né er það rökrétt eða fyllilega heiðarlegt að tala eilíflega um að vöruverð sé hærra á Íslandi en í "Sambandinu".
G. Tómas Gunnarsson, 2.7.2014 kl. 11:35
Það verður alltaf að taka mið af gengismun og launum þegar þú talar um verðlagið og verðlagi og gengismun þegar þú talar um launin. Samanburðurinn ætti að vera um hversu mikill kaupmátturinn er. En sumar vörur eru mun dýrari á íslandi en í samanburðarlöndum miðað við þessar forsendur. Það er olía og bensín og eins byggingarvörur. Sennilega er það skorturinn á samkeppni í þessum greinum sem skýrir það (verðsamráð). Rétt er að benda á að verð ætti að vera hærra á íslandi vegna þess að flutningskostnaðurinn er miklu miklu hærri (lengri vegalengdir). Það styttist ekkert með ESB aðild.
Jósef Smári Ásmundsson, 2.7.2014 kl. 12:12
Eins og kemur fram í skjalinu þá er búið að leiðrétta fyrir kaupmætti "Eurostat-OECD Purchasing Power Parity program". Þess vegan skipta laun á milli landa ekki höfuð máli.
Eggert Sigurbergsson, 2.7.2014 kl. 13:45
Sérstaklega þá efnaminni myndi muna verulega um það ef matarútgjöld myndu minnka. Þau myndu minnka ef opnað væri á tollfrjálsan innflutninga matvæla án tæknilegra hindrana s.s. varðandi ferskt kjöt.
Guðjón Sigurbjartsson, 3.7.2014 kl. 07:32
Það er engin spurning að hluti matvæla myndi lækka á Íslandi með auknum innflutningi.
En eins og könnunin sýnir er það engan vegin gefið að verð stórlækki þó að innflutningur sé frjáls.
Það sem fyrst og fremst tryggir lægra verð (samhliða auknum innflutningi eður ei) er virk og hörð samkeppni.
Einn kunningi minn sagði t.d. í mín eyru að hluti vandans í Finnlandi væri að tvær stærstu matvörukeðjurnar þar hefðu samtals um 80% af markaðnum.
G. Tómas Gunnarsson, 3.7.2014 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.