27.6.2014 | 21:06
Rugl, bull og vitleysa
Það að 2018 einstaklingar heiti því að borða ekki hvalkjöt og vilji eða hvalveiðum verði hætt er algerlega meiningarlaust, hefur enga þýðingu og er engin ástæða til að veita athygli, eða í raun hlusta á.
Vilji þessir einstaklingar ekki borða hvalkjöt er það að sjálfsögðu þeirra val og mál. Það er engin ástæða fyrir aðra að taka sérstakt tillit til þess.
Ekki frekar en að sérstök ástæða er fyrir alla þá sem njóta þess að borða kjöt að hætta því, vegna þess að svo mörg þúsund, eða hundruð þúsunda einstaklinga hafa ákveðið að vera grænmetisætur (eða það að borða eingöngu grænmeti).
Val eins (eða fleiri) skuldbindur ekki á nokkrurn hátt annan einstkling til að fylgja fordæmi hins, eða segir að valið sé rangt.
Hins vegar er eðlilegt og sjálfsagt að umgangast dýr, bæði villt og ræktuð, í sjó og á landi af virðingu og með eðlilegri nýtingu í huga.
Það er ekkert sem bendir til þess að hvalveiðar Íslendinga stefni nokkrum hvalastofnum í hættu. Þvert á móti er eðlilegt að nýta hvali, rétt eins og aðra nytjastofna á Íslandsmiðum.
Kjötið af þeim borða svo að sjálfsögðu eingöngu þeir einstaklingar sem hafa á því list og finnst eðlilegt að hvalir séu veiddir.
Rétt eins og nautakjöt borða aðeins þeir sem finnst eðlilegt að snæða kjöt og dýr séu alin til þess að nýta þau til matar, leðurs o.s.frv.
Annað er einfaldlega rugl, bull og vitleysa.
Því er engin ástæða til að taka undirskriftasöfnun eins og þess hátíðlega.
Heita því að borða ekki hval | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Ekki borða ég sushi, en aldrei færi ég að safna undirskriftum gegn slíkum mat. Ekki dettur mér heldur í hug að amast við því að veitingastaðir bjóði upp á slíkkt fæði.
Þó mætti halda því fram að hrísgrjón séu af skornum skammti í heiminum og því ættum við að neyta minna af þeim þar sem við höfum úr nógu öðru að moða. Þá er upplýst að þarablöðin sem vafin eru um sushi séu í útrýmingarhættu.
Gunnar Heiðarsson, 28.6.2014 kl. 07:59
Mér finnst hrefnukjöt jafnvel betra en nautakjöt og er afskaplega ánægð að geta keypt það í Samkaupum. Mér finnst hvalrengi og súr hvalur sælgæti og vildi alls ekki missa af því sælgæti. Fyrst við manneskjurnar viljum ráða yfir dýrum jarðarinnar og éta þau, af hverju þarf að mynda einhverja mýtu um einstaka dýr?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2014 kl. 21:07
Þessi óskaplegi þykjustuáhugi Íslendinga á hvalkjöti ber bara vott um áhrifagirni þeirra. Flestir Íslendingar hafa vart bragðað þetta og þeim sem það hafa gert þótt vont. Auðvitað eru til undantekningar, aðallega frá landsbyggðinni. En staðreyndin er íslensk veitingahús hafa auglýst þetta það villt og galið ofan í túrista að allskyns umhverfisverndartýpur vilja aldrei koma hingað eftir að hafa heyrt sögurnar. Og Íslendingar eru svo vanir að hlýða áróðri og auglýsingum að þeir eru farnir að trúa því og halda það sjálfir að þetta sé þjóðarrétturinn sem hann aldrei var. Bara hreinræktaður fávitaháttur í 90% tilvika, með virðingu fyrir örfáu undantekningunum utan að landi. Íslendingar kaupa lygar betur sjálfir en þeir sem þeir reyna að selja þær. Hvers vegna á þjóðin met í Coca Cola drykkju? Hjá Coca Cola starfa heimsins færustu sérfræðingar í heilaþvotti til að fyrirtæki sem framið hefur hvað flest mannréttindabrot af öllum og selur skaðlega óhollustu geti haldið velli. Vinsældir þess dala sífellt í heiminum nema á Íslandi, þar sem þær vaxa og vaxa, því hér býr óvenju auðtrúa og auðmótanlegt fólk sem er óvenjulega auðvelt að stjórna. Þess vegna hefur elítan farið svona með okkur og nánast valdið hér gjaldþroti, því Íslendingar voru of bláeygðir og vitlausir til að trúa því vingjarnlegt fólk gæti verið glæpamenn. Við eigum ekki von á góðu ef við reynum ekki að þroskast.
Yin Yang. (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 01:05
Fylgist með umræðuhefðinni hérna til að sjá hvað ég á við. Röksemdir "með" og "móti" bera alltaf áróðri og heilaþvotti vitni frekar en raunverulegri hugsun. Af umræðuhefð Íslendinga mætti auðveldlega komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru ekki færir um hana yfirhöfuð, en það er ekki raunin, heldur sú staðreynd að það er einfaldlega óvenjulega auðvelt að heilaþvo þá og þeir verða mun oftar málpípur áróðursmeistara en sjálfstæðir hugsuðir.
Yin Yang (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 01:08
Þú ert ótrúlega þykustuvitur Yin Yang, samt væri betra ef þú kæmir fram undir þínu rétta nafni, því málið er að fullyrða eins og þú gerir lýsir bara kjána sem veit ekkert hvað hann er að tala um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2014 kl. 02:16
Ég, sem er ekki manneskja, þar sem ég vil ekki ráða yfir neinum, hvorki jafningjum okkar dýrunum né mönnum og ét ekki kjöt, hef aldrei gert og mun aldrei gera, vil þakka þér fyrir vingjarnlegar athugasemdir, Ásthildur. Sú sem talar fyrir hönd "okkar manneskjanna" er saklaus af fullyrðingum. Ég er í grundvallaratriðum sammála greinarhöfundi, en mér finnst vandræðalegt að horfa upp á ístöðulausan og skoðanalausan landann sveigjast eftir tískustraumum. Þó ég virði frelsi annarra til að vera ólíkir sjálfum mér og borða hvalkjöt í hvert mál og sé frábitinn áróðri grænfriðunganna fæ ég kjánahroll af að horfa á Íslendinga skipta um skoðanir eins og nærbuxur eftir því hvað er verið að selja þeim hverju sinni. Síendurtekið heimsmet í kókdrykkju ár eftir ár, þó allir viti Coca Cola er að tæma vatnsból fátæklinga og þó við eigum næstfeitustu börn í heimi, feitustu konur Evrópu og næstfeitustu karlmenn Evrópu segir mér allt sem þarf um að þessa þjóð vantar mótstöðu fyrir heilaþvotti.
Yin Yang (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 05:11
I would like to buy the world some whale:
http://www.youtube.com/watch?v=ib-Qiyklq-Q
Yin Yang (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 05:14
Takk fyrir innlitið og innleggin.
Ég tala ekki fyrir neinn nema sjálfan mig, en ég er alinn upp við að borða hvalkjöt, aðallega hrefnukjöt. "Súran hval" eða rengi vil ég hins vegar ekki sjá, og finnst langt í frá gott, hræðilegur matur væri líklega það sem ég myndi kalla það. Svipað myndi ég líklega nota um stóran part af því sem Íslendingar kalla "þorramat".
En það þýðir ekki að það sé mér á móti skapi að aðrir neyti þessa matar. Reyni þó stundum að halda mér í hæfilegri fjarlægð, en það er önnur saga.
Sama gildir um Þorláksmessuskötuna. Kem ekki nálægt slíku, en það er mér að meinalausu að aðrir geri það. Held mig þó líkleg í heldur lengri fjarlægð en frá þorramatnum ef kostur er.
Það er líka sjálfsagt að umgangast hvalastofnana með varúð, en ég hef ekki séð nokkur gögn sem segja að veiðar Íslendinga setji hrefnu eða langreyða stofnana í hættu.
Þess vegna finnst mér sjálfsagt að þeir séu nýttir.
G. Tómas Gunnarsson, 29.6.2014 kl. 11:55
Skata er ómissandi í minni fjölskyldu á þorláksmessu, og reyndar oftar, því þegar ég er ein heima kaupi ég mér gjarnan skötu til að borða, sérstaklega ef ég er með eitthvað slen, því allt slíkt hverfur, rétt eins og að fá sé hákarl bestu meðöl sem til eru, fyrir utan lýsið.
Ég get alveg tekið undir Yn Yang að margir eru léttir á skoðunum sínum, og margir eru með einhverskonar minnimáttarkennd vegna smæðar landsins, og vilja þess vegna komast inn í aðrar og stærri þjóðis.
En ég er stolt af mínu landi og þeim tækifærum sem við eigum ef okkur auðnaðist að nýta þær sem skyldi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2014 kl. 12:22
Það er nákvæmlega það sem ég er að meina Ásthildur. Hver og einn ákveður fyrir sig og á ekki að vera að reyna að þröngva skoðunum sínum og siðum upp á aðra.
Umburðalyndið fellst ekki hvað síst í því að una öðrum þess að fara sínu fram, jafnvel þó að manni hugnist það ekki sjálfum.
Skötuát skaðar engan og þó að mér þyki hún ekki kræsileg, þá er engin ástæða fyrir því að berjast á móti neyslu annara.
Það sama gildir um svínakjöt, hrossakjöt og hvað eina annað. Bacon er gæðafæða og foldalundir hnossgæti, en það þýðir ekki hver sem er hafi ekki rétt til þess að slappa öðru þeirra eða hvoru tveggja úr sínu neyslumynstri.
Og meðan ekkert bendir til þess að hrefna og langreyður séu í hættu, er ástæðulaust annað en að veiða hæfilegt magn eftir ráðgjöf.
G. Tómas Gunnarsson, 29.6.2014 kl. 19:04
Já einmitt, afi minn hefði aldrei etið hrossakét, en í sveitinni sem ég var í sem kaupakona í Hvítársíðunni í Borgarfirði var mikið etir af slíku kjöti og mér fannst það frábært, þess vegna kaupi ég trippakjöt hvenær sem það er til sölu í kjötborðinu í Samkaupum. Umburðarlyndi er eitthvað sem við verðum að temja okkur öll saman og virða annara skoðanir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2014 kl. 00:05
Fyrsta skrefið er að hætta að álykta of mikið og taka ekki að sér að vera talsmaður mannkynsins. Mannkynið hefur aldrei tekið þá ákvörðun að drottna yfir dýrum og borða þau. Elsta menning í heimi, sem ég tengist í aðra ætt, Darwidian Jain menningin frá Tamil, bannar ekki bara að drepa dýr og borða kjöt heldur finnst okkur sem lifa eftir henni flest grænmetisát siðlaust. Við erum ávaxtaætur. Okkar menning er laus við ofbeldi, ólíkt ykkar. Við trúum að það sé afþví að dýrníð drepi samvisku manna og tugir vestrænna heimspekinga frá grænmetisætunni Pythagoras til grænmetisætunnar Peter Singers komust á okkar skoðun. Kant var ekki grænmetisæta en hann skrifaði samt mikið um tengsl framkomu manna við dýr og framkomu þeirra við hvern annan. Ég reyni samt að vera umburðarlyndur og finnst aðrir mega hugsa sjálfir og reka sig sjálfir á, bæði sem einstaklingar og menningarheimar og vil helst fá svipaða virðingu á móti á Íslandi en það er erfitt og ég mæti oft fordómum bara afþví ég vel að lifa eftir menningu föðurfólks míns.
Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 10:41
Grænmeti og ávextir eru svipuð í flóruríkinu. Þannig að ég sé ekki muninn á því. Þó við höfum ekki tekið meðvitaða ákvörðum um að drepa dýr og ávexti okkur til matar, þá er það rauninn, að eta og vera etinn. Við erum líka með vígtennur allavega mörg okkar, svokallaða augntönn. Það sem aftur á móti er hræðilegt er að hugsa til þess hvernig farið er með sum dýr, bæði í uppeldi, (fiðurfé) og við slátrun. Ég er algjörlega sammála því að það vantar mikið upp á virðingu fyrir öllu lífi. Veiðimenn hér áður fyrr til dæmis indíjánar, báðu fyrir sálu dýranna sem þeir drápu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2014 kl. 11:35
Í Ameríku voru flestir ættbálkarnir grænmetisætur fyrir áhrif hvíta mannsins og þeir sem voru það ekki borðuðu kjöt mjög sjaldan. Föðurætt mín borðar ekki grænmeti sem þarf að deyða móðurplöntuna til að borða. Okkur finnst best að planta fræjum ávaxtarins áður en þú neytir hans til að tryggja framhaldslíf hans. http://www.youtube.com/watch?v=t9fIlULmRxw
Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 12:10
Tamílískir Darwidian Jain menn vita að mannkynið var blessað með vali á sviðum sem aðrar lífverur hafa ekki. Mennirnir eiga að finna þá leið, sem einstaklingar og sem menning, sem þeim finnst kærleiksríkari í stóru hlutunum og smáu hlutirnir sem hafa áhrif á stóru hlutina eins og matarmenningunni. Matarmenningin eins og allir litir hlutir hefur áhrif, göfgandi eða afsiðandi. Manneskja á val. Þetta er eina blessun okkar umfram dýrin. Okkar trú segir að Tamíl Darwidian Jain hefur verið hérna alltaf. Aðrar menningar áttu upphaf, en ekki við. Sagnfræðingar segja sumir 7000 ár. Hindúismi er næstelstur og þeir eru líka grænmetisætur, en því miður leyfðu þeir lágstéttum að borða kjöt, en bönnuðu áfram hástéttum það. Prestarnir þeirra segja það sé afþví við lifum á öld hnignunar, mannkynið er að ljúka ákveðnum hring, og þá hnignar öllum hefðum, líka Hindúismans. Tamíl Darwidian Jain menning trúir líka á hringferlið, en við reynum að standa utan við það. Við eigum ekki vera með hroka heldur þakklæti að hnignunin nær minna til okkar og virða leiðir annarra til að sýna virðingu. Ég trúi þakklæti, líka borðbænir kristinna, auki hollustu matar, ekki bara siðir Jain Tamíla
Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 12:24
Ásatrú byggist líka á ferli hringsins. Og það góða í öllum, fordómaleysi og trú á náttúruna og andlega þáttinn, þess vegna er ég Ásatrúarmanneskja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2014 kl. 17:48
Öll trúarbrögð hafa góðan kjarna, en ég myndi ekki ráðleggja neinum með dökkan húðlit að vera ásatrúar. Ásatrúarmenn á Íslandi eru gott fólk, en í Bandaríkjunum og Þýskalandi eru myndu ásatrúarmenn mæta mér með hatri og fordómum bara afþví ég er dökkur á húð. Ásatrú er því miður útbreidd hjá nýnazistum og mikið veiku fólki. Ég mætti einu sinni á samkomu ásatrúarmanna á Íslandi og allir sýndu mér virðingu nema tveir erlendir gestir sem veittust að mér eftir samkomuna.
Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.