Fríverslun hvað?

Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir talað á þann veg að fríverslunarsamningur á milli Bandaríkja Norður Ameríku og Evrópusambandins verði kominn á innan tíðar og í raun sé það hálfgert formsatrði að ganga frá honum.

Viljinn sé það mikill beggja vegna Atlantshafsins.

En þegar litið er til þeirra tveggja mála sem er vísað til í þessari frétt, lagasetningu til höfuðs Amazon og Netflix, sést að það er langt í frá gefin niðurstaða.

Þegar að auki haft er í huga það uppnám sem tilboð General Electric í Franska fyrirtækið Alstom hefur vakið, sést hins vegar að það getur og er líklegt að það bregði til beggja vona með samninginn.

Þá hefur ekki verið minnst á hið öfluga lobbýkerfi landbúnaðarframleiðenda bæði vestan hafs og austan.

En það er auðvitað hræðilegt að selja bækur með afslátti og bjóðast ofan í kaupið til að senda þær ókeypis heim.  

Sterkir Evrópskir hagsmunir eru augljóslega fyrir því að það sé bannað.


mbl.is Frakkar setja lög til höfuðs Amazon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessi lög eru eingöngu sett á svo að franskir framleiðendur geti keppt við amazon. Hér eru frönsk stjórnvöld að sporna gegn frjálsri samkeppni og rýra þar með stórlega hag franskra neytenda.

Hér sjáum við vel hvernig sérhagsmunapot skemmir fyrir mun stærri hóp, neytendum. Við sjáum líka í þessu máli greinilega að stjórnmálamenn vinna fyrir sérhagsmunahópa, ekki neytendur.

Helgi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 08:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Alveg rétt og langt í frá einsdæmi, hvorki í Frakklandi (þar sem þessi ávani er algengur) né í öðrum löndum.

Þess vegna held ég að fyllsta ástæða sé til þess að vera eingöngu hóflega bjartsýnn á að fríverslunarsamningur á milli USA og EU verði að veruleika.

Það eru mörg ljónin og margir "sérhagsmunirnar" sem munu standa í vegi fyrir því eftir fremsta megni.

Fríverslunarsamningur á milli Kanada og EU er í miklum vandræðagangi, þó að hann hafi verið undirritaður, og óljóst talið hvort að hann taki gildi um langa hríð.

Eitt af því sem "Sambandsríkin" eru víst hrædd um þar, er fordæmisgildið sem sá samningur gæti gefið í samningunum við USA.

G. Tómas Gunnarsson, 30.6.2014 kl. 08:49

3 identicon

Eru það ekki hagsmunir frakklands og frakka (og reyndar flestra) að þjónusta/fyrirtæki sé þar í landi og ekki að eitt útlenskt fyrirtæki stjórni þar allri bókasölunni og raunverulega í öllum heiminum?

Svo er hægt að bæta við hvernig amazon (og fleiri) fara krókaleiðir til að borga sem minnstan skatt.

Nýlegt dæmi um þessa hnattvæðingu er bandaríska fyrirtækið uber sem miðað við spár wall street stefnir raunverulega á að verða stærsta leigubílafyrirtæki í heiminum. Airbnb er svo sem svipað dæmi.

tryggvi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 10:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En hvert er tjón Frakka af því að bora mikið hærra verð fyrir bækur en þeir myndu þurfa?  Dregur það ekki úr lestri bóka, fróðleiksöflun og svo framvegis?

Til skemmri tíma litið mun það líklega hjálpa aðeins upp á störf, en til lengri tíma litið veldur þetta tjóni.

Hvað varðar skattgreiðslur, hefur ekkert komið fram um að fyrirtæki á borð við Amazon, Google, Apple og Starbucks hafi brotið nein lög.  En þau notfæra sér þau lög sem eru í gildi í Evrópusambandinu til hins ýtrasta.  Er eitthvað rangt við það?  Eða er lagauppbyggingin í Evrópusambandinu ef til vill ekki í tengslum við raunveruleikann?

G. Tómas Gunnarsson, 30.6.2014 kl. 11:51

5 identicon

Held það sé nú rannsókn í gangi varðandi þessi skattamál en ég sagði ekki að þau bryti lög. Hins vegar hafa þessi alþjóðlegu risafyrirtæki þarna gríðarlegt forskot á minni fyrirtæki. Lögin er víst svo mismunandi á milli landanna.

Það má segja að amazon eigi ansi mikið undir því að geta komist hjá sköttum því í bandaríkjunum hafa þeir sloppið við að rukka söluskatt ef þeir senda á milli fylkja sem minni fyrirtæki geta ekki keppt við.

Ég spyr hver er ágóði frakka á því að fá vörur á eitthvað lægra verði ef peningurinn fer bæði útúr landi og til einstaklega fárra aðila?

Ég held frekar að það sé skammtíma sjónarmið að halda að það að þrýsta niður verði (td með ofangreindum leiðum) hjálpi neytendum. Við græðum kannski sem neytendur en við töpum meira sem vinnuafl.

Ég er ekki að segja að lausnir frakka séu endilega það rétta en mér finnst þetta ógnartak sem nokkur fyrirtæki eru að ná aðlaðandi.

tryggvi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 12:10

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Einn af hornsteinum Evrópusambandsins er að ríki með höfuðstöðvar í einu af þeim geti starfað í þeim öllum. 

En það er alveg rétt að lögin eru mismunandi á milli landanna og það skapar vissulega "skattaglufur".  Það er enn eitt dæmið um hvernig "Sambandið" er uppbyggt skapar vandræði.

Það er ekki rétt að Amazon innheimti ekki söluskatt í Bandaríkjunum, en enn og aftur er um að ræða að ríkin þurfa að loka lagaglufum.  Sjá  http://www.amazon.com/gp/help/customer/display.html?nodeId=468512

En vissulega hafa tækninýjungar oft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og hið opinbera þarf oft að bregðast við þeim með ýmsum hætti.  En bann er yfirleitt ekki lausn til lengri tima.

Almenningur græðir ekki á því til lengri tíma að vinnuaflsparandi aðgerðir séu stöðvaðar.  Ekki nema að við trúum því að ekki sé hægt að búa til fleiri störf.

G. Tómas Gunnarsson, 30.6.2014 kl. 12:29

7 identicon

amazon hefur ekki verið að innheimta skatt í fylkjum þar sem þeir hafa ekki starfsstöðvar og ábyrgðinni er komið yfir á neytandann að gera skil fyrir þessum kaupum á skattskýrslunni. Þeir innheimta í einhverjum fylkjum þó. Ég hef verslað mikið á amazon og sent í addressur í 4-5 fylkjum og veit hvernig þeir vinna þar.

Það er ekki verið að banna amazon frekar er verið að banna það sem gæti kallast "predatory pricing". Er sniðugt ástandið sem er komið upp í bandaríkjunum þar sem amazon með sýna markaðsstöðu bannar titla frá hachette?

Ég sagði ekki að það væri ekki hægt að finna ný störf en að treysta því að neytandinn græði ef stærstu alþjóðlegu fyrirtækin fá að stjórna er ranghugsun

tryggvi (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 12:52

8 identicon

Enn eitt dæmi hvernig umræðan er sveitalubbaleg, haha.

Því í TTIP samningnum á að geta að hvert fyrirtæki sem á ekki aðgang með vörur sínar vegna laga sem um er getið í þeirri grein sem þú vitnar í Tómas, á rétt á háum skaðabótum frá viðkomandi ríki

L.T.D. (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 01:57

9 identicon

vantar nú töluvert inn í þessa frétt hjá mbl (eins og venjulega) og commentin hérna ef marka má þessa frétt í ny times

http://www.nytimes.com/idg/IDG_002570DE00740E18002573AF005B04A4.html

tryggvi (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband