Fylgistap Samfylkingar staðfest?

Þriðja könnun Gallup sýnir áframhald á þeirri línu sem könnunin frá því í gær lagði.  Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig Samfylking og Frjálslyndir tapa fylgi og Framsóknarflokkur færist örlítið nær því að koma inn manni.

Það hlýtur að styrkja Sjálfstæðismenn gríðarlega að fá þessar kannanir, sem auka fylgið á hverjum degi, upp um ca. 2% frá könnuninni í gær.  Sömuleiðis ætti þetta að setja byr í seglin hjá Vinstri grænum, samkvæmt þessari könnun eru þeir að fara að berjast fyrir 3. borgarfulltrúanum.

Það er spurning hvort að þetta geti líka fært einhver atkvæði frá Samfylkingu yfir til Vinstri grænna, þar sem fólk teldi það "stratígískara"?

Framsóknarmenn ættu sömuleiðis að kætast aðeins, þessar kannanir benda til að 1. maður sé mögulegur fyrir þá, þó að róðurinn verði ábyggilega erfiður.

Frjálslyndir síga áfram niður ef fram heldur gæti þeirra maður verið tvísýnn.

Sjálfstæðismenn hljóta að vera kampakátir, ef þeir halda "mómentinu" er næsta víst að þeir nái meirihluta, hvernig skiptingin verður á milli hinna flokkanna verður þó líklega lykilatriði, þar sem mér þykir ótrúlegt að þeir nái hreinum meirihluta atkvæða.

Ef Samfylkingin fengi aðeins 25% í kosningunum, hlýtur það að teljast reiðarslag fyrir flokkinn, oddvitann í Reykjavík og formann flokksins. Þeir munu því líklega leggja allt undir fram að kjördegi.  Spurningin er hvort að þeir keyra áfram á neikvæðu auglýsingunum, eða reyna bjartsýnni tón? 

Nú eru 4. dagar til kosninga ...


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband