15.5.2014 | 05:35
Vantraust á "Sambandinu"
Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart að meirihluti íbúa "Sambandsins" beri ekki traust til þess.
Bæði er að vaxandi vantrausts hefur gætt gagnvart stjórnvöldum víða um heim undanfarin ár og svo hitt að stórkostleg vandræði ríkja sambandsins, og þá ekki síst Eurosvæðisins hafa aukið vantraust í garð þess.
Atvinnuleysi hefur verið í tveggja stafa tölu og náð ógnvænlegum hæðum í S-Evrópu, þar sem ríflega fjórði hver eintaklingur á vinnumarkaði hefur þurft að sætta sig við atvinnuleysi.
Verst hefur ástandið verið á meðal ungs fólks þar sem ekki þykir lengur tíðindum sæta að helmingur þurfi að sætta sig við að vera án atvinnu.
Eðlilega finnst því mörgum að "Sambandið" hafi brugðist og sé ekki traustsins vert.
Það er enda ekki hvað síst í S-Evrópu sem vantraustið er hvað mest.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig vantraustið kemur til með að skila sér í kosningum til Evrópusambandsþingsins nú síðar í maí.
Ef til vill kemur það ekki hvað síst í ljós í þeirri staðreynd að líklegt þykir að meirihluti atkvæðabærra einstaklinga muni sitja heima og ekki nota atkvæði sitt.
Meirihlutinn ber ekki traust til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.