Hafa laun Íslendinga rýrnað viðstöðulaust frá 1920?

Það er ótrúlegt að lesa það haft eftir Íslenskum stjórnmálaforingja að Íslensk laun hafi rýrnað viðstöðulaust frá árinu 1920.
 
Þannig tala aðeins kjánar eða þeir sem hug hafa á að blekkja þá sem lesa.
 
Sömuleiðis er fullyrðingin að Ísland sé eina landið í Evrópu sem ekki býr við stöðugan gjaldmiðil röng. Annað hvort er sá sem svo fullyrðir illa að sér eða hann er að reyna að blekkja lesendur.
 
Formaður stjórnmálaflokks sem svo talar gefur orðinu forystusauður nýja merkingu í mínum huga.
 
Sjá DV. 
 
Sami stjórnmálamaður lét hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að yfirlýsing um að stefnt væri að "Sambandsaðild" væri töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika.
 
Það geta líklega allir dæmt um nú hvernig sú töfralausn reyndist.
 
P.S.  Það er hollt fyrir alla að ímynda sér hvernig fréttastofur og álitsgjafar myndu bregðast við ef einhver stjórnmálamaður úr ríkisstjórnarflokkunum hefði látið út úr sér þvílíka vitleysu. 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sannarlega eru þetta eitthver alheimskulegustu ummæli sem heyrzt hafa um krónuna og kjaramál: "Íslensk laun hafa rýrnað viðstöðulaust frá 1920." !!!!!!!!!

Annað hefði nú afi minn sagt og aðrir, sem uppi voru 1920, ef þeir mættu sjá lífskjör og vinnutíma og heimili og stofnanir og atvinnutæki þjóðarinnar nú á 21. öld!

En Árni Páll getur víst ekki meira en þetta –– það er nú allt hans fjármálavit, þegar hér er komið sögu. Hvað getur verið skýrara merki þess, að ESB-glýjan gerir menn blinda á staðreyndir?

Ég þekki Árna Pál lítillega, en fannst óþægilegt að labba í flasið á honum á Austurvelli um daginn eftir alla áróðurssíbyljuna frá honum að undanförnu -- alla meinta til að reyna að halda við Össurarumsókninni (sem var nú stjórnarskrárbrot i forbifarten, eisn og Árni átti að vita). Á maður svo bara að brosa?

Árni gekk þarna við annan mann, og þegar ég mætti þeim, hafði mér hugkvæmzt rétta ávarpið án þess að sleppa kurteisisheilsan:

"Þvílíkir labbakútar! Góðan daginn!"

Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband