Er það þá Jóhönnu, Össuri og Steingrími J. að kenna að aðlögunarviðræðurnar kláruðust ekki?

Nú er ég að hlaða niður skýrslunni en hef ekki lesið hana.  Það verður að bíða betri tíma.

En það sem er verulega eftirtektarvert í þessari frétt, er sú fullyrðing að hægt hefði verið að klára viðræðurnar á fyrri helmingi ársins 2013.

En einhverra hluta vegna tók ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þá ákvörðun að leggja viðræður í hálfgert salt snemma sama ár.

Hvers vegna skyldi það hafa verið?

Varla hafa Jóhanna, Össur og Steingrímur J., óttast að "glæsileg niðurstaða" samninganefndar yrði þeim fjötur um fót í kosningabaráttunni.  Þegar "góðar fréttir" hefðu farið að berast frá viðræðunum, hefði það átt að gefa þeim byr í seglin fyrir kosningar.

Einhvern veginn finnst mér erfitt að fá þetta til að stemma allt saman.

En það kemur mér ekki á óvart að hægt sé að skrifa tvær ólíkar skýrslur um sama málefnið.  Það er þess vegna sem við látum stjórnmálamenn taka ákvarðanir í efnum sem þessu.

Þeir þurfa nefnilega að standa kjósendum skil á ákvörðunum sínum og fullyrðingum ólíkt fræðimönnunum. 

 


mbl.is Höfðu þegar náð fram sérlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jú dr. Össur stöðvaði þær endanlega í sterkum saltpækli.

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra lagði sem slíkur fram markmið Íslands í fiskveiðimálum fyrir Evrópusambandið í gegn um aðlögunarnefndina og voru þau markmið í samræmi við þingsályktun Alþingis þar um ! Þetta hefur Jón staðfest í einum þremur greinum og pistlum undanfarnar vikur. Svör Evrópusambandsins voru löngu fyrirséð, en í stuttu máli voru þau á þann veg að þegar þeir höfðu lesið þetta frá sjávarútvegsráðuneytinu þá sagði ESB að það myndi ekki hefja aðlögunarviðræður um sjávarútvegsmál fyrr en Ísland myndi fyrirfram falla frá kröfum Alþingis í fiskveiðimálum og staðfesta að Ísland myndi ganga 100% inn í fiskveiðistefnu ESB, að undanskyldu að einhver lítill tími yrði gefinn til aðlögunar þar.

Þetta er í samræmi við sérstaka ályktun ráðherraráðs Evrópusambandsins í desember 2012 :

.

„Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið.“

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/

.

Þetta er jafnframt í samræmi við lesefni á heimasíðu Evrópusambandsins sem þér Hrannar og öðrum slíkum hefur yfirsést ávallt að lesa. Evrópusambandið, ólíkt inngöngusinnum á Íslandi, eru ekkert að fela kröfurnar sínar. Þar er meðal annarra skjala eftirfarandi framsetning sem 10 ára grunnskólabörn skilja auk þess að hægt er að fá sömu lesningu í ítarlegra formi. Það er sífelld blekking fullveldisafsalssinna í gangi við þá sem ekki vita betur að láta menn halda annað en raunveruleikinn er. Tilgangurinn virðist helga meðalið.

.

Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir ferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt :

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

Þegar dr. Össur fór með aðildarumsókn Íslands til Brüssel þá var haldinn fjölþjóðlegur fréttamannafundur þar sem Füle varð að tukta dr. Össur eins og sést hér :

.

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

.

Að gefnu tilefni held ég að nauðsynlegt sé að setja hér inn enska textann af því sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins svaraði dr. Össuri :

.

.

Füle :

.

„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

.

.

En því miður loka já-menn augum og eyrum við öllu sem þarna er nema „...you will find the necessary level og creativity” en að þeir skilji eða vilji heyra innan hvaða ramma creativity megi vera það vill hvorki dr. Össur né heldur aðrir Já-menn upp til hópa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2014 kl. 13:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr skýrslunni:

"Viðmælendur voru meðvitaðir um að íslensk stjórnvöld hefðu viljað sjá hraðara samningaferli, en að öllu samandregnu voru það einkum fimm áhrifaþættir sem hægðu á málinu.

  • Í fyrsta lagi eru aðildarviðræður nú þyngri í vöfum eftir mikla stækkun ESB árin 2004 og 2007, þegar samtals tólf ný aðildarríki bættust í hópinn. Til að mynda hefur sérstakri rýnivinnu verið bætt við sem aðfara að viðræðum. Rýnivinnan lengdi ferlið um eitt ár.
  • Í öðru lagi setti hin alþjóðlega fjármálakrísa strik í reikninginn hjá báðum samningsaðilum með ýmsum hætti, og nægir þar að nefna Icesave-málið til sögunnar.
  • Í þriðja lagi varð skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til þess að tefja fyrir og olli því meðal annars að samningsafstaða var ekki lögð fram í ákveðnum málaflokkum, svo sem í landbúnaðar - málum.
  • Í fjórða lagi olli sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda í ársbyrjun 2013 að setja viðræðurnar í „hæga - gang“ fram yfir þingkosningar óvissu hjá ESB um áframhald þeirra og stöðvaði marga ferla í aðildar viðræðunum.
  • Í fimmta lagi olli makríldeilan því að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðunum."

Fyrsta atriðið má rekja til ESB sjálfs, númer tvö til Breta og Hollendinga, og númer þrjú til fjögur má rekja til vinstristjórnarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2014 kl. 14:02

3 identicon

Félagi Össur fölnaði

Þegar hann kíkti í pakkann

Þrátt fyrir mikil "persónuleg" tengsl sem talin eru lífsnauðsynleg í "viðræðum"

 Þá ákvað hann að setja pakkan í loftæmdar umbúðir = hægja á rotnuninni

Grímur (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 19:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf virkilega að fá svör frá Össuri, Jóhönnu og Steingrími hvers vegna umsóknin var sett á ís, ef þetta gekk allt svona ljómandi vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2014 kl. 19:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott hjá þér og fræðandi fyrir alla, predikari, þetta langa innlegg þitt.

Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 03:58

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Meirihluti þjóðarinnar vill EKKI inn í "ESB". Hversvegna er þá verið að þvarga um þetta og eyða peningum í þetta ? Umsóknin um inngöngu, - sem var send sem formleg umsókn um inngöngu í "ESB", - var ólögleg. Þau tvö sem undirrituðu umsóknin á að sakfella og draga fyrir Landsdóm.

Tryggvi Helgason, 8.4.2014 kl. 19:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Tryggvi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2014 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband