Virkar kraftlaust og vanmáttugt

Ekki veit ég hvernig Evrópusambandið og Bandaríkin hyggjast setja "ferðabann" á ákveðna einstaklinga í Rússlandi og Ukraínu.  Líklega verður þeim neitað um vegabréfsáritanir til "Sambandslanda" og Bandaríkjanna, en það er auðvitað ekki það sama og ferðabann.

Svo er það spurningin um að frysta eigur þeirra.  Ekki veit ég hvað þeir eiga mikið af "föstum eignum" á Vesturlöndum, en umræðan um frystingu er búin að standa nógu lengi til að flestir þeirra hljóta að hafa komið fé sínu í skjól.

En ekkert er rætt um t.d. vopnasölu til Rússlands, þar verður "business as usual", alla vegna enn um sinn. Enda verður að forðast stóru málin, því Evrópusambandslöndin verða að fá orkugjafa frá Rússlandi og vilja auðvitað selja góss þangað.

Á næstu dögum munu Rússar svo tilkynna um einhverjar mótaðgerðir, og allir munu líta málið alvarlegum augum.

Þangað til næsta krísa kemur. 

En þangað til, er það "peace in our times".

 

 


mbl.is ESB og Bandaríkin grípa til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Rússar láti sér þetta allt í léttu rúmi liggja, þetta er í þeirra augum svona stormur í vatnsglasi, Barak Obama þarf að ná smá athygli heima fyrir, aðeins að lyfta upp egoinu, Evrópusambandið samband sundrungar og óeiningar stýrt af erkióvinum Rússa í síðari heimsstyrjöld, er háð rússum með gas og aðra hrávöru, ESB þorir ekki að anda á Rússa og þeir hlæja bara að þeim.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 23:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Barak Obama þarfnast þess,fáir verið jafn atkvæða litlir og hann.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2014 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband