12.3.2014 | 14:34
Rússar láta finna fyrir sér
Rússar eru að láta Finna vita að þeir séu ennþá með Finnland undir þumlinum og það sé betra fyrir þá að hafa sig hæga.
Þeir vilja láta Finna vita að betra sé að vera ekkert að velta því fyrir sér að ganga í NATO, betra sé að hlutirnir séu eins og þeir eru.
Finnum er enda í fersku minni yfirgangur Sovétsins/Rússa. Finnar þurftu að láta af hendi landssvæði og gríðarleg verðmæti, bæði fyrir og eftir heimstyrjöldina síðari.
Þetta situr enn í mörgum og Finnsk kunningjakona mín, er líklega einhver einlægasti Rússahatari sem ég þekki.
Faðir hennar, ungur þá að árum, var einn af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili sitt, en það var á landsvæði sem afhent var Sovétinu.
Aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum, ásamt aðgerðum þeirra á Krímskaga/Ukraínu, vekja eðlilega ugg nágranna þeirra, en minna þá jafnframt á að birnir eru aldrei hættulegri, en þegar þeir vakna af dvala.
Á meðfylgjandi korti má sjá þau landsvæði sem Finnar urðu að sjá á eftir, í síðari heimstyrjöld.
Opna herstöð nálægt Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Saga, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.