Fréttastofa RUV skuldar skýringar

Þó að ég geti verið sammála þeim sem segja að það sé stjórnmálamönnum ekki til framdráttar að lenda í illdeilum eða að munnhöggvast við fjölmiðlamenn, mega þeir ekki láta þá vaða yfir sig.

Það er alls ekki óeðlilegt að biðja um óklippta útgáfu af viðtali við sjálfan sig.  Þvert á móti er það verulega skringilegt og ber vott um slæman málstað að neita slíkri bón.

Við hvað er RUV hrætt?  Hvað er það í óklipptu viðtalinu sem þeir telja að eigi ekki erindi við Gunnar Braga?

Eða eru þeir hræddir um að hægt verði að sýna fram á hvernig klipping viðtalsins sé ekki hlutlaus?

Ef ég skil málið rétt, er löngu búið að senda út viðtalið.  Það er því á engan hátt hægt að segja að beiðnin sé tilraun til að hafa áhrif á fréttir, fréttamat, eða á nokkurn hátt að hafa áhrif á störf eða framvindu mála hjá RUV.

En hvað hefur RUV að fela? 

 


mbl.is Eðlilegt að fá að hlusta á viðtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpiskt vandamál með ríkisstofnanir? það er samtryggingahópur búinn að hreiðra um sig þar inni og enginn virðist geta tekð á vandamálinu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 19:50

2 identicon

Sæll.

Kemur fólki virkilega á óvart að RUV skuli hegða sér svona? Hvernig létu þeir í kringum Icesave? Af hverju ætti þessi stofnun að breyta sínum vinnubrögðum og pólitík?

Ég sé ekkert athugavert við það að stjórnmálamenn neiti einfaldlega að ræða við RUV enda nokkuð ljóst hvar í pólitík RUV er og mönnum þar á bæ virðist vera alveg sama um þá skyldu sína að gæta hlutleysis.

Ég fæ aldrei skilið af hverju ekki er búið að sparka Óðni Jónssyni?

Helgi (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 20:13

3 identicon

það vaknaði von um að þau myndu halda sig á mottunni þegar Páll Magnússon var látinn fara. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 20:24

4 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Það kemur mér ekki á óvart að RÚV hagi sér með þessum hætti, það ætti aðð vera búið að sparka Óðni Jónssyni fyrir löngu. Sama á við um flesta á fréttastofu RÚV.

Filippus Jóhannsson, 3.3.2014 kl. 21:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minnist þess ekki í 47 ára sögu RUV að stjórnmálamaður hafi sett svona skilyrði fyrir viðtali. Vísa í bloggpistil minn um þetta efni.

Ómar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 21:51

6 identicon

'Ómar varst þú ekki aðallega í Íþróttafréttunum.? RÚV er spillt.

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 23:09

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar, kannski hefur þess ekki verið mikil þörf og fréttamenn flutt frettir í stað þess að nota miðilinn til að undirstrika eigin afstöðu í stjórnmálum.

Þér er tíðrætt um rökvillur. Hvaða villu skyldi nú þessi athugasemd þín falla undir? Non sequitur? Er það andsvar við ásökunum um hlutdrægni Rúv að þú hafir aldrei heyrt menn efast um heilindin? Ég get allavega sagt þér evrópusinnanum að þessi skoðun hefur verið á kreiki í minnst fimm ár og það hávær. RUV er blygðunarlaust hlutdrægt í ESB málinu, en af því að það fellur að þeim hjátrúarbrögðum þínum, þá finnst þér það allt í lagi.

Ég hef misst allt álit á þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 02:44

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega finnst mér sagan ekki skipta nokkru máli hér.

Aðalatriðið er heldur ekki að mínu mati skilyrði ráðherra fyrir "nýju" viðtali, heldur viðbrögð RUV við beiðni um að fá afrit af viðtali (í heild sinni, óklipptu) sem þegar var búið að taka og senda út.

Hvers vegna vildi RUV ekki verða við þeirri beiðni?

Hvort að það hafi aldrei gerst áður, að stjórnmálamaður biðji um afrit af viðtali sem búið er að senda út, veit ég ekki.

En það að hlutirnir hafi aldrei gerst áður, er aldrei nógu góð ástæða til að ekki sé hægt að gera þá.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2014 kl. 05:30

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða eins og maðurinn sagði: "Það sem aldrei hefur gerst áður, getur alltaf gerst aftur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2014 kl. 05:43

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er alveg á tæru að það er eitthvað sem ekki þolir dagsljósið í þessu viðtali í augum rúv ef þeir neita að birta gögnin.

Gögnin eru til og auðsótt mál hjá rúv að birta þau til að fría sig af ásökunum Gunnars Braga.

Ég geri einfaldlega þá kröfu til rúv að fá að sjá frumgögnin, á meðan fretastjórinn situr á þeim er hann einfaldlega sekur um falsanir á frettum.

Guðmundur Jónsson, 4.3.2014 kl. 09:02

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvernig hefur verið staðið að klippingu viðtalsins.

En eins og staðan er orðin í málinu, myndi ég telja eðlilegast að RUV birti viðtalið, eins og það var sent út og sömuleiðis óklippt, hlið við hlið á vef sínum.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2014 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband