Til hamingju með daginn

Það er full ástæða til þess að óska Íslendingum öllum til hamingju með að 25 ár skuli vera liðinn frá því að banni við sölu á bjór var aflétt.

Ef ég man rétt eru aðeins 2. þingmenn af þeim sem greiddu atkvæði um bjórfrumvarpið svokallaða enn á þingi.  Það eru Steingrímur J. Sigfússon sem sagði nei, og Einar K. Guðfinnsson (þá varaþingmaður ef ég man rétt) sem sagði já.

En ég velti því nokuð fyrir mér hvernig áfengisneysla á íbúa er mæld.  Á þeim 25 árum sem bjór hefur verið löglegur á Íslandi, hefur ferðamannastraumur stóraukist.  Nú þekkja það líklega margir að áfengisneysla er gjarna all nokkur í fríum, ekki hvað síst bjór og léttvínsdrykkja.

Hvernig skyldi neysla ferðamanna vera tekin með í útreikningum um áfengisdrykkju landsmanna, eða er hún það yfirleitt?

Ef einhver kann svar við því, þætti mér fengur af upplýsingum í þá veru, t.d. í athugasemdum hér að neðan. 

 


mbl.is Hrakspár rættust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man bara að það var sami barlómurinn í Steingrími og hans fólki um að hér myndi allt fara á slig, allir yrðu alkóhólistar og vín myndi flæða um allt, svona a la Kúpa norðursins. En annað kom á daginn, drykkusiðir íslendinga snarlöguðust og vínmenning varð til. Fólk fór meira að drekka bjór og léttvín. Að vísu höfðu menn farið fram hjá bjórleysinu með bjórlíki, þar sem vodka var blandað i pilsner, menn fóru á böll með heila vodkaflösku í ullarsokk, það var meira að segja auglýst á þorrablótum og árshátíðum að menn mættu hafa með sér ullarsokk, sem þýddi að ekki var leitað á mönnum við innganginn, en það var alla jafna gert á venjulegum dansleikjum.

Víni var smyglað inn og geymt undir borðum, og fyrst menn voru nú búnir að koma inn með sitt bús, þá var það drukkið og klárað. Síðan þegar var farið að opna bari á dansleikjum hættu menn smám saman að koma inn með áfengi og keyptu sér frekar á barnum og allt varð miklu dannaðra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 11:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Líklega hafa Steingrímur og skoðanbræður hans ekki minnst á Kúbu, þegar þeir andmæltu því að Íslendingum yrði treyst til að ákveða sjálfum hvort þeir drykkju bjór eður ei.

Þá var Kúba nefnilega ennþá "fyrirmyndarríki" sósíalista, jafnt á Íslandi sem víða annars staðar.

En það er hollt að muna eftir því að það eru aðeins 25 ár síðan Íslenskir stjórnmálamenn hnakkrifust um hvort ásættanlegt væri að bjór væri seldur í landinu.

Slíkar "hættulegar" hugmyndir höfðu komið fram áður, en ekki komist í gegnum Alþingi.

G. Tómas Gunnarsson, 1.3.2014 kl. 12:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, ég man reyndar eftir kúpudeilunni, var í Svíþjóð í lýðháskóla, og man ennþá örvæntingu stelpnanna sem áttu kærasta í sjóher Svía, því þeir voru sendir af stað líka.

Já því miður erum við oft aftarlega á merinni með að þora að taka ákvörðun um nýjungar, en svo má segja á móti, að það er líka gott að vera varkár og flana ekki að neinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 12:46

4 identicon

Svo má ekki gleyma því að þingið eyddi heilum vetri í að rífast um hvort leyfa ætti sjónvarpsútsendingar í lit.

Karl J. (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 13:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að meina þetta? hahaha..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband