Rökrétt ákvörðun

Það er rökrétt að Alþingi taki ákvörðun um hvort afturkalla skuli umsókn um "Sambandsaðild".  Það var á Alþingi sem ákveðið var að sækja um, og því eðlilegt að Alþingi taki ákvarði framhaldið, nú eða ákveði að ekki sé um framhald að ræða.

Vissulega má finna rök, bæði með og á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en það er - að mínu mati - veigaminni ákvörðun að slíta aðlögunarferli að "Sambandinu", en að hefja það.

Ef ekki var ástæða til þess að bera umsóknina undir þjóðaratkvæði, er ekki sérstök ástæða til þess að setja afturköllun hennar í slíkt atkvæði.  Í því sambandi er rétt að minnast að þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar höfnuðu að þjóðaratkvæði yrði viðhaft við það tækifæri.  Það gerði einnig Guðmundur Steingrímsson, ef ég man rétt.

Það er því holur hljómur í kröfu þeirra um þjóðaratkvæði nú.

En það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls, ekki síst hvaða afstöðu þingmenn Vinstri grænna taka og hvernig þeir greiða atkvæði. 

 

 

 


mbl.is Ekki sótt um án atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband