Áhyggjur af ráðuneytum

Það hefur verið býsna merkilegt að lesa um þær gríðarlegu áhyggjur sem margir, ekki síst þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa af "örlögum" Umhverfisráðuneytisins.

Margir tala eins og það hafi verið lagt niður og enginn verði til þess að sinna umhverfismálum í hinni nýju ríkisstjórn.

En fáir ættu að þekkja það betur en stuðningsmenn fyrrum ríkisstjórnar að verkefnin og málefnin "hverfa ekki" þó að breytt sé uppröðun og skipulagningu í stjórnarráðinu.

Eða var sjávarútvegsráðuneytið lagt niður í fyrrverandi ríkisstjórn og enginn sem sá um þann málaflokk?

Líklega myndu fáir kannast við það, enda hverfa málefni einnar mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar varla.

En segir það eitthvað um áherslur sem ríkisstjórnir hafa?

Varla myndu stuðningsmenn ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna segja að ríkisstjórnin sú, hefði haft engan eða takmarkaðan áhuga á sjávarútvegsmálum, eða er það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Umhverfismálin eru í dag mjög aðkallandi enda erum við mannfólkið háð því að umhverfið er heilbrigð og náttúran nær að gegna sitt þjónustuhlutverk áfram. Einungis þannig geta komandi kynslóðir lifað áfram. Að setja umhverfisráðuneytið undir landbúnaðar- og sjávarráðuneytið sem hafa allt aðrar hagsmunar að gæta segir mjög skýrt í hvaða átt er stefnt núna í nýja ríkisstjórnunni. Það er áfram rányrkjan og ekkert spáð svo sem 20 ár í tíma.

Úrsúla Jünemann, 3.6.2013 kl. 18:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að setja umhverfisráðuneytið með (undir er ekki rétta orðið) þarf alls ekki að vera rangt.

Umhverfismál eru vissulega mikilvæg, en það eru sjávarútvegsmál ekki síður fyrir Íslendinga.

Það er því frekar undarlegt að sjá lesið of mikið í það, þó að ráðuneytum sé skipað á mismunandi hátt.

Umhverfisráðuneytið er ekki lagt niður frekar en sjávarútvegsráðuneytið var.

G. Tómas Gunnarsson, 4.6.2013 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband