"Sambandsumsóknin" komin í "pólítískt Vökuport"

Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að það sé mikið áfall fyrir "Sambandið" að aðlögunarferli Íslands verði stöðvað.

Ég myndi frekar segja að það væri enn einn neikvæði "kubburinn" sem bætist í það "púsl" sem Evrópusambandið er að leggja, og heildarmyndin sem birtist þessi misserin er ekki glæsileg.

Þær eru fáar jákvæðu fréttirnar sem koma frá og af "Sambandinu" þessa dagana.  Það varð meira að segja að draga til baka bann við því að að olívuolía væri borin fram í margnota umbúðum á veitingahúsum.  Það er vissulega áfall fyrir alla skynsama menn.

En auðvitað er það efnahagsástandið sem er mál málanna (it's the economy stupid). Samdráttur og yfirgengilegt atvinnuleysi.  Það eru "fyrirsagnirnar" sem koma frá "Sambandinu".  Önnur orð sem tengjast orðið ESB órjúfanlegum böndum eru neyðarfundir og ósætti.

Tal um "brennandi hús og hótel", "ófullgerðar byggingar" og þar fram eftir götunum, hefur komið oftar upp en tölu má á festa, undanfarin misseri.

En auðvitað er meginörsökina fyrir slæmri stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu að finna hjá Íslendingum sjálfum og ekki síst þeirri ríkisstjórn sem yfirgaf stjórnarráðið í gær.

Eins og segja má um svo fjölmörg önnur mál, var ESB umsóknin illa undirbyggð og naut ekki raunverulegs pólítísks stuðnings sem dugði.

Því endar hún sem eitt af hinum pólítísku "bílslysum" fyrstu "tæru vinstri stjórnarinnar" og endar í "pólítísku Vökuporti", með mörgum öðrum málum hennar.

Stærstu mistökin voru að setja umsóknina ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi, en telja að nóg væri að snúa nógu margar hendur á loft á Alþingi, án þess að raunverulegur stuðningur fylgdi.

Endalausar fullyrðingar um velvilja þessa og hins innan "Sambandsins" og hraðferð sem byðist Íslendingum, standa eftir sem skrum, hjóm og hjákátleg trúgirni.

Æ fleirigera sér grein fyrir því hve illa var að málinu staðið og í hvílíkt öngstræti fyrrverandi ríkisstjórn kom því.

Stöðvun aðlögunarviðræðnanna kemur ekki degi of snemma.  En til þess þurfti nýja ríkisstjórn. 

 


mbl.is Áfall fyrir Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband