Nauðsynlegt að minnka vægi Evrópu í utanríkisviðskiptum Íslendinga

Hin nýgerði fríverslunarsamningur Íslands og Kína, verður Íslendingum vonandi gott tæki til að minnka vægi Evrópu í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar.

Að ýmsu leyti hefur hlutfall utanríkisviðskipta Íslendinga sem fer til eða í gegnum Evrópu verið of óþægilega hátt.  Í þessu eins og svo mörgu öðru er betra að dreifa áhættunni.  Ekki vera um of háður einum markaði.

Það er engin ástæða til annars en að ætla að eftirspurn eftir fiski fari vaxandi á næstunni, þó að aukið framboð geti valdið tímabundnum erfiðleikum og verðlækkunum.

En því víðar sem "netin" eru lögð því betur mun ganga að efla utanríkisviðskiptin og auka verðmætin.

Það er óskandi að komandi ríkisstjórnir láti fríverslunarsamning við Kínverja vísa sér áfram þann veg.

 


mbl.is Óttast minna framboð á fiski frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband