Er hér fundin raunverulega skýringin á því hvers vegna aðlögunarviðræðurnar voru settar í hægagang?

Það eru vissulega stórar fréttir að Framkvæmdastjórn "Sambandsins" hafi lagt til að tvö skilyrði verði lögð fram, áður en hægt verði að hefja viðræður við Ísland um sjávarútvegsmál, í aðlögunarviðræðunum.

Mér, em er yfirleitt lítt trúaður á tilviljanir,  þykir reyndar ótrúlegt að það hafi fyrst komið upp á yfirborðið nú, svona rétt þegar kosningum er lokið.

Ef til vill er komin hér skýring á því hversu nauðsynlegt það var talið að setja aðlögunarviðræðurnar í hægagang.

Ef til vill er hér komin skýring á því af hverjur Samfylkingu og Vinstri grænum þótti það nauðsynlegt að ekki yrðu opnaðir fleiri kaflar í stjórnartíð þeirra.

Það er ekki líklegt að tilkynning þess efnis að sjávarútvegskaflinn fengist ekki opnaður, nema að uppfylltum tveimur skilyrðuðum sem Framkvæmdastjórn "Sambandsins" hyggðist leggja fram, myndi færa flokkunum tveimur atkvæði, eða styrkja stöðu þeirra á annan hátt fyrir kosningarnar.

En þetta er ein vísbending þess að það á ekki að ganga út frá því sem sjálfsögðum hlut að samningar náist nokkurn tíma á milli Íslands og Evrópusambandsins. 

Hlutverk samninganefndar Íslendinga er ekki eingöngu að ná samningi, heldur ætti það ekki síður að vera að standa vörð um rétt Íslendinga og þau atriði sem Íslendingar hyggjast ekki gefa eftir.  Ekki undir neinum kringumstæðum.

Þess vegna er nauðsynlegt að komandi ríkisstjórn gangi rösklega til verks.  Ef ekkert bendir til þess að hægt sé að ljúka viðræðunum á skömmum tíma, er best að slíta þeim.

P.S.  Ekki yrði ég hissa þó að annað af tveimur skilyrðum Framkvæmdastjórnarinnar lúti að makríl og deilu Íslands og "Sambandsins" um veiðar á honum.


mbl.is Tvö opnunarskilyrði í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband